Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Þjónar Guðs verða að vera hreinir

Þjónar Guðs verða að vera hreinir

9. kafli

Þjónar Guðs verða að vera hreinir

Hvers vegna verðum við að vera hrein á allan hátt? (1)

Hvað þýðir það að vera andlega hreinn? (2) siðferðilega hreinn? (3) hreinn á huga? (4) líkamlega hreinn? (5)

Hvers konar óhreint tal ættum við að forðast? (6)

1. Jehóva Guð er hreinn og heilagur. Hann ætlast til að tilbiðjendur hans haldi sér hreinum — andlega, siðferðilega, og á huga og líkama. (1. Pétursbréf 1:16) Það kostar verulega vinnu að halda sér hreinum í augum Guðs. Við búum í óhreinum heimi. Við þurfum líka að streitast á móti eigin tilhneigingu til að gera það sem rangt er. En við megum ekki gefast upp.

2. Andlegur hreinleiki: Ef við viljum þjóna Jehóva getum við ekki haldið fast í kenningar eða siði falskrar trúar. Við verðum að aðgreina okkur frá falstrú og styðja hana ekki á nokkurn hátt. (2. Korintubréf 6:14-18; Opinberunarbókin 18:4) Þegar við eitt sinn höfum lært sannleikann um Guð verðum við að gæta þess að láta ekki afvegaleiðast af fólki sem kennir ósannindi. — 2. Jóhannesarbréf 10, 11.

3. Siðferðilegur hreinleiki: Jehóva vill að tilbiðjendur hans hegði sér alltaf eins og sannkristnir menn. (1. Pétursbréf 2:12) Hann sér allt sem við gerum, jafnvel í leynum. (Hebreabréfið 4:13) Við verðum að halda okkur frá kynferðislegu siðleysi og öðrum óhreinum siðum þessa heims. — 1. Korintubréf 6:9-11.

4. Hreinn á huga: Ef við fyllum huga okkar með hreinum hugsunum verður hegðun okkar líka óspillt. (Filippíbréfið 4:8) En ef við látum hugann dvelja við óhreinar hugsanir leiðir það til illra verka. (Matteus 15:18-20) Við ættum að forðast þá skemmtun sem gæti óhreinkað huga okkar. Við getum fyllt huga okkar hreinum hugsunum með því að nema orð Guðs.

5. Líkamlegt hreinlæti: Kristnir menn eiga að halda líkama sínum og fötum hreinum vegna þess að þeir eru fulltrúar Guðs. Við skyldum muna að þvo okkur um hendurnar eftir að hafa notað salernið, svo og áður en við borðum eða meðhöndlum mat. Ef fullnægjandi skolplögn er ekki fyrir hendi skyldi grafa allan saur. (5. Mósebók 23:12, 13) Líkamlegur hreinleiki stuðlar að góðri heilsu. Heimili kristins manns á að vera snyrtilegt og hreint bæði að innan og utan. Það á að vera til fyrirmyndar í sínu byggðarlagi.

6. Hreint tal: Þjónar Guðs verða alltaf að tala sannleikann. Lygarar munu ekki ganga inn í Guðsríki. (Efesusbréfið 4:25; Opinberunarbókin 21:8) Kristnir menn nota ekki ljótt mál. Þeir hvorki hlusta á né segja klúra brandara eða sóðalegar sögur. Vegna þess að tal þeirra er hreint skera þeir sig úr á vinnustað eða skóla og í kringum heimili sitt. — Efesusbréfið 4:29, 31; 5:3.

[Mynd á blaðsíðu 19]

Þjónar Guðs verða að vera hreinir í öllu tilliti.