Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fjölskyldulíf sem er Guði þóknanlegt

Fjölskyldulíf sem er Guði þóknanlegt

8. kafli

Fjölskyldulíf sem er Guði þóknanlegt

Hver er staða eiginmannsins í fjölskyldunni? (1)

Hvernig ætti eiginmaðurinn að koma fram við konuna sína? (2)

Hvaða ábyrgð hvílir á föðurnum? (3)

Hvert er hlutverk eiginkonunnar í fjölskyldunni? (4)

Hvers krefst Guð af foreldrum og af börnum? (5)

Hvernig lítur Biblían á sambúðarslit og á hjónaskilnað? (6, 7)

1. Biblían segir að eiginmaðurinn sé höfuð fjölskyldu sinnar. (1. Korintubréf 11:3) Maðurinn má aðeins eiga eina konu. Hjónaband þeirra ætti að vera skráð á þann hátt sem lög gera ráð fyrir. — 1. Tímóteusarbréf 3:2; Títusarbréfið 3:1.

2. Eiginmaður á að elska konuna sína eins og sjálfan sig. Hann á að koma fram við hana á sama hátt og Jesús kemur fram við fylgjendur sína. (Efesusbréfið 5:25, 28, 29) Hann á aldrei að berja konuna sína eða misþyrma henni á nokkurn hátt. Þess í stað á hann að veita henni heiður og virðingu. — Kólossubréfið 3:19; 1. Pétursbréf 3:7.

3. Faðir á að vera duglegur við að annast fjölskyldu sína. Hann verður að sjá konu sinni og börnum fyrir fæði, klæði og húsnæði. Faðir verður líka að sinna andlegum þörfum fjölskyldu sinnar. (1. Tímóteusarbréf 5:8) Hann tekur forystuna í að hjálpa fjölskyldu sinni að læra um Guð og tilgang hans. — 5. Mósebók 6:4-9; Efesusbréfið 6:4.

4. Eiginkona á að vera manni sínum góð meðhjálp. (1. Mósebók 2:18) Hún á að aðstoða mann sinn við kennslu og uppeldi barna þeirra. (Orðskviðirnir 1:8) Jehóva ætlast til að eiginkonan annist fjölskyldu sína ástúðlega. (Orðskviðirnir 31:10, 15, 26, 27; Títusarbréfið 2:4, 5) Hún á að bera mikla virðingu fyrir eiginmanni sínum. — Efesusbréfið 5:22, 23, 33.

5. Guð krefst þess af börnum að þau hlýði foreldrum sínum. (Efesusbréfið 6:1-3) Hann væntir þess að foreldrarnir fræði og leiðrétti börnin. Foreldrar þurfa að eyða tíma með börnunum sínum, nema Biblíuna með þeim og sinna þannig andlegum og tilfinningalegum þörfum þeirra. (5. Mósebók 11:18, 19; Orðskviðirnir 22:6, 15) Foreldrar eiga aldrei að beita börn sín hörkulegum eða grimmilegum aga. — Kólossubréfið 3:21.

6. Þegar hjónum kemur ekki vel saman eiga þau að reyna að notfæra sér ráðleggingar Biblíunnar. Biblían hvetur okkur til að sýna kærleika og fyrirgefa fúslega. (Kólossubréfið 3:12-14) Orð Guðs mælir ekki með sambúðarslitum sem lausn á minni háttar vandamálum hjóna. En kona gæti kosið að fara frá eiginmanni sínum ef (1) hann neitar þrjóskulega að framfleyta fjölskyldunni, (2) hann er slíkur ofbeldismaður að heilsu hennar og lífi stafar hætta af, eða (3) feikileg andstaða hans gerir henni ómögulegt að tilbiðja Jehóva. — 1. Korintubréf 7:12, 13.

7. Hjón verða að vera hvort öðru trú. Hórdómur er synd gegn Guði og gegn makanum. (Hebreabréfið 13:4) Kynmök utan hjónabands er það eina sem samkvæmt Biblíunni heimilar fólki að skilja og giftast á ný. (Matteus 19:6-9; Rómverjabréfið 7:2, 3) Jehóva er mjög illa við að fólk skilji án biblíulegrar ástæðu og giftist öðrum. — Malakí 2:14-16.

[Mynd á blaðsíðu 17]

Guð ætlast til að foreldrar fræði og leiðrétti börnin sín.

[Mynd á blaðsíðu 17]

Kærleiksríkur faðir sinnir efnislegum og andlegum þörfum fjölskyldu sinnar.