Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hver er Guð?

Hver er Guð?

2. kafli

Hver er Guð?

Hver er hinn sanni Guð og hvað heitir hann? (1, 2)

Hvers konar líkama hefur hann? (3)

Hvaða framúrskarandi eiginleika hefur hann? (4)

Ætti að nota líkneski og tákn þegar hann er tilbeðinn? (5)

Á hvaða tvennan hátt getum við lært um Guð? (6)

1. Fólk tilbiður margt. En Biblían segir að til sé aðeins einn SANNUR Guð. Hann skapaði allt á himni og jörð. Af því að hann gaf okkur lífið er hann sá eini sem við ættum að tilbiðja. — 1. Korintubréf 8:5, 6; Opinberunarbókin 4:11.

2. Guð hefur marga titla en aðeins eitt nafn. Hann heitir JEHÓVA. Í flestum biblíum hefur nafn Guðs verið fjarlægt og í stað þess settir titlarnir DROTTINN eða G. En þeir sem skrifuðu Biblíuna skráðu þar nafnið Jehóva um það bil 7000 sinnum! — 2. Mósebók 3:15; Sálmur 83:19.

3. Jehóva hefur líkama en hann er ekki eins og okkar. „Guð er andi,“ segir Biblían. (Jóhannes 4:24) Andi er vera sem er miklu æðri en við. Enginn maður hefur nokkurn tíma séð Guð. Jehóva býr á himni en hann getur séð allt. (Sálmur 11:4, 5; Jóhannes 1:18) En hvað er þá heilagur andi? Hann er ekki persóna eins og Guð. Hann er starfskraftur Guðs. — Sálmur 104:30.

4. Biblían opinberar okkur persónuleika Jehóva. Hún sýnir að framúrskarandi eiginleikar hans eru kærleikur, réttlæti, viska og vald. (5. Mósebók 32:4; Jobsbók 12:13; Jesaja 40:26; 1. Jóhannesarbréf 4:8) Biblían segir okkur að hann sé auk þess miskunnsamur, gæskuríkur, fús að fyrirgefa, örlátur og langlyndur. Við ættum, eins og hlýðin börn, að reyna að líkja eftir honum. — Efesusbréfið 5:1, 2.

5. Ættum við í tilbeiðslu okkar að krjúpa frammi fyrir líkneskjum, myndum og táknum, eða biðja til þeirra? Nei! (2. Mósebók 20:4, 5) Jehóva segir að tilbeiðslan skuli aðeins beinast til hans. Hann deilir ekki dýrð sinni með nokkrum eða nokkru. Líkneski búa ekki yfir neinum mætti til að hjálpa okkur. — Sálmur 115:4-8; Jesaja 42:8.

6. Hvernig getum við kynnst Guði betur? Ein leið er sú að skoða það sem hann hefur skapað og íhuga vandlega hvað það segir okkur um hann. Sköpunarverk Guðs sýnir okkur að hann býr yfir miklum mætti og visku. Við sjáum kærleika hans í öllu sem hann hefur búið til. (Sálmur 19:2-7; Rómverjabréfið 1:20) Önnur leið til að læra um Guð er að nema Biblíuna. Á síðum hennar segir hann okkur enn meira um það hvers konar Guð hann er. Hann segir okkur líka frá fyrirætlun sinni og hvað hann vill að við gerum. — Amos 3:7; 2. Tímóteusarbréf 3:16, 17.

[Mynd á blaðsíðu 5]

Sköpunarverkið og Biblían fræðir okkur um Guð.