Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Hver er tilgangur Guðs með jörðina?

Hver er tilgangur Guðs með jörðina?

5. kafli

Hver er tilgangur Guðs með jörðina?

Hvers vegna skapaði Guð jörðina? (1, 2)

Af hverju er jörðin ekki paradís núna? (3)

Hvað verður um illgjarna menn? (4)

Hvað gerir Jesús í framtíðinni fyrir sjúka, aldraða og látna menn? (5, 6)

Hvað þarft þú að gera til að njóta þess sem þá verður? (7)

1. Jehóva skapaði jörðina til þess að menn gætu búið á henni um alla eilífð. Hann vildi að jörðin yrði alltaf byggð réttlátu og hamingjusömu fólki. (Sálmur 115:16; Jesaja 45:18) Jörðin verður aldrei eyðilögð; hún stendur að eilífu. — Sálmur 104:5; Prédikarinn 1:4.

2. Áður en Guð skapaði manninn valdi hann lítið landsvæði og gerði það að fagurri paradís. Hann nefndi það aldingarðinn Eden. Í þennan garð setti hann fyrsta manninn og fyrstu konuna, Adam og Evu. Guð ætlaði þeim að eignast börn og fylla alla jörðina fólki. Smám saman hefðu þau gert alla jörðina að paradís. — 1. Mósebók 1:28; 2:8, 15.

3. Adam og Eva syndguðu með því að brjóta lög Guðs af ásettu ráði. Jehóva rak þau þess vegna út úr Edengarðinum. Paradís glataðist. (1. Mósebók 3:1-6, 23) En Jehóva hefur ekki gleymt tilgangi sínum með jörðina. Hann lofar að gera hana að paradís þar sem menn munu lifa að eilífu. Hvernig gerir hann það? — Sálmur 37:29.

4. Áður en jörðin getur orðið að paradís verður að fjarlægja illskufulla menn. (Sálmur 37:38) Það gerist við Harmagedón en það er stríð Guðs sem bindur enda á illskuna. Því næst verður Satan fjötraður í 1000 ár. Það þýðir að enginn illvirki verður eftir til að spilla jörðinni. Aðeins fólk Guðs verður eftir á henni. — Opinberunarbókin 16:14, 16; 20:1-3.

5. Að því búnu ríkir Jesús Kristur yfir jörðinni í 1000 ár. (Opinberunarbókin 20:6) Smám saman losar hann huga okkar og líkama við syndina. Við verðum fullkomnir menn eins og Adam og Eva voru áður en þau syndguðu. Þá verða sjúkdómar, elli og dauði horfin. Sjúkir læknast og aldraðir fá æskuþróttinn á ný. — Jobsbók 33:25; Jesaja 33:24; Opinberunarbókin 21:3, 4.

6. Í þúsundáraríki Jesú vinna trúfastir menn við að breyta allri jörðinni í paradís. (Lúkas 23:43) Milljónir látinna manna verða auk þess reistar upp til lífs sem menn á jörðinni. (Postulasagan 24:15) Ef þetta fólk gerir það sem Guð krefst af því heldur það áfram að lifa á jörðinni að eilífu. Ef ekki, deyr það og verður horfið um alla eilífð. — Jóhannes 5:28, 29; Opinberunarbókin 20:11-15.

7. Upphaflegur tilgangur Guðs með jörðina nær þannig fram að ganga. Langar þig til að njóta þess sem þá verður? Þá þarft þú að halda áfram að læra um Jehóva og hlýða kröfum hans. Samkomurnar í ríkissal votta Jehóva munu hjálpa þér til þess. — Jesaja 11:9; Hebreabréfið 10:24, 25.

[Mynd á blaðsíðu 10]

Paradís glatast.

[Mynd á blaðsíðu 11]

Eftir Harmagedón verður jörðinni breytt í paradís.