Niðurlagsorð
ÞESSUM bæklingi er ekki ætlað að vera tæmandi umfjöllun um trúarskoðanir votta Jehóva. Í stað þess höfum við leitast við að útskýra sumar af þeim frumreglum sem vottarnir hafa í hávegum, svo og að lýsa greinilega hvers konar veganesti nemandi þinn fær að heiman ef annar eða báðir foreldrar hans eru vottar Jehóva.
Vottar Jehóva leggja mikla áherslu á trúarlegan þroska barna sinna og þeir eru þess fullvissir að það efli líka þroska barnanna á öðrum sviðum. Trúarskoðanirnar, sem börnin tileinka sér, og frumreglurnar, sem þau fylgja, gefa lífi þeirra gildi og hjálpa þeim að takast á við vandamál sín frá degi til dags. Þessar trúarskoðanir og frumreglur ættu þar að auki að fá þau til að kappkosta að vera námfús og góðir borgarar ævilangt.
Vottar Jehóva leitast við að líta raunsæjum augum á lífið og þess vegna finnst þeim menntun skipta miklu máli. Það er því ósk þeirra að vinna með þér að menntun barna sinna eins vel og þeim er unnt. Á heimilum sínum og samkomum út um allan heim munu vottar Jehóva halda áfram að hvetja börnin sín til að láta ekki sitt eftir liggja til að þetta samstarf skóla, nemanda og heimilis beri góðan ávöxt.