Hoppa beint í efnið

Líktu eftir Jesú með því að vera …

Líktu eftir Jesú með því að vera …

SAMÚÐARFULLUR

Jesús var fullkominn og upplifði því ekki margar af þeim þjáningum og áhyggjum sem aðrir menn gerðu. En hann fann virkilega til með fólki. Hann var fús til að leggja lykkju á leið sína fyrir það og gera meira en það sem virtist nauðsynlegt. Samúð fékk hann til að hjálpa öðrum.

VIÐMÓTSGÓÐUR

Bæði börnum og fullorðnum fannst auðvelt að leita til Jesú því að hann kom þeim ekki fyrir sjónir sem of upptekinn eða háttsettur. Fólk naut þess að vera með Jesú því að það fann hvernig hann sýndi því einlægan áhuga.

BÆNRÆKINN

Jesús leitaði oft til föður síns í innilegri bæn, bæði þegar hann var einn og líka í viðurvist sannra tilbiðjenda. Hann bað við ýmis tilefni, ekki bara áður en hann borðaði. Hann fór með bæn til að þakka föður sínum, til að lofa hann og til að leita leiðsagnar hans áður en hann tók mikilvægar ákvarðanir.

ÓEIGINGJARN

Jesús setti þarfir annarra ofar sínum eigin, jafnvel þegar hann hefði þurft á hvíld að halda. Hann hugsaði ekki fyrst og fremst um sjálfan sig. Þannig sýndi hann okkur gott fordæmi.

FÚS TIL AÐ FYRIRGEFA

Jesús kenndi ekki bara að við ættum að vera fús til að fyrirgefa. Hann sýndi að hann var sjálfur fús til að fyrirgefa í samskiptum sínum við lærisveinana og aðra.

KAPPSAMUR

Spáð hafði verið að flestir Gyðingar myndu hafna Messíasi og að óvinir hans myndu taka hann af lífi. Jesús hefði því auðveldlega getað haldið aftur af sér og gert eins lítið og hægt var í þágu annarra. En hann efldi sanna tilbeiðslu af kappi. Hann er öllum fylgjendum sínum sem standa frammi fyrir áhugaleysi eða jafnvel mótlæti góð fyrirmynd um kappsemi.

HÓGVÆR

Jesús var æðri ófullkomnum mönnum á ótal vegu, svo sem í þekkingu og visku. Þar sem hann var fullkominn hafði hann án efa bæði líkamlega og hugarfarslega yfirburði yfir aðra. Samt sem áður var hann hógvær og þjónaði öðrum.

ÞOLINMÓÐUR

Jesús sýndi postulum sínum og öðrum þolimæði hvað eftir annað þegar þeir fylgdu ekki fordæmi hans eða því sem hann sagði. Hann endurtók þolinmóður þau ráð sem þeir þurftu til að nálgast Jehóva.