SPURNING 2
Hvernig geturðu kynnst Guði?
„Þessi lögbók skal ekki víkja úr munni þínum. Þú skalt hugleiða efni hennar dag og nótt svo að þú getir gætt þess að fylgja nákvæmlega því sem þar er skráð, til þess að ná settu marki og þér farnist vel.“
„Þeir lásu upp úr bókinni, lögmáli Guðs, lögðu það út og skýrðu til þess að fólkið skildi það sem lesið var.“
„Sæll er sá sem eigi fer að ráðum óguðlegra ... heldur hefur yndi af leiðsögn Drottins og hugleiðir lögmál hans dag og nótt ... Allt, sem hann gerir, lánast honum.“
„Filippus skundaði þangað og heyrði manninn vera að lesa Jesaja spámann. Hann spurði: ,Hvort skilur þú það sem þú ert að lesa?‘ Hinn svaraði: ,Hvernig ætti ég að geta það ef enginn leiðbeinir mér?‘“
„Ósýnilega veru hans, eilífan mátt og guðdómstign má skynja og sjá af verkum hans allt frá sköpun heimsins. Því eru mennirnir án afsökunar.“
„Stunda þetta, ver allur í þessu til þess að framför þín sé öllum augljós.“
„Gefum gætur hvert að öðru og hvetjum hvert annað til kærleika og góðra verka. Vanrækið ekki safnaðarsamkomur ykkar.“
„Ef einhvern mann í ykkar hópi brestur visku, þá biðji hann Guð sem gefur öllum örlátlega og átölulaust og honum mun gefast.“