Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

SPURNING 7

Hverju er spáð í Biblíunni um okkar tíma?

Hverju er spáð í Biblíunni um okkar tíma?

„Þjóð mun rísa gegn þjóð og ríki gegn ríki ... Allt þetta er upphaf fæðingarhríðanna.“

Matteus 24:7, 8

„Fram munu koma margir falsspámenn og leiða marga í villu. Og vegna þess að lögleysi magnast mun kærleikur flestra kólna.“

Matteus 24:11, 12

„Þegar þér spyrjið hernað og ófriðartíðindi þá skelfist ekki. Þetta á að verða en endirinn er ekki þar með kominn.“

Markús 13:7

„Þá verða landskjálftar miklir og drepsóttir og hungur á ýmsum stöðum en ógnir og tákn mikil á himni.“

Lúkas 21:11

„Á síðustu dögum munu koma örðugar tíðir. Menn verða sérgóðir, fégjarnir, raupsamir, hrokafullir, illmálgir, óhlýðnir foreldrum, vanþakklátir, guðlausir, kærleikslausir, ósáttfúsir, rógberandi, taumlausir, grimmir og andsnúnir öllu góðu, sviksamir, framhleypnir, drambsamir og elska munaðarlífið meira en Guð. Þeir hafa á sér yfirskin guðhræðslunnar en afneita krafti hennar.“

2. Tímóteusarbréf 3:1-5