Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Annað kraftaverk í Kana

Annað kraftaverk í Kana

Kafli 20

Annað kraftaverk í Kana

ÞEGAR Jesús kemur aftur á heimaslóðir sínar eftir umfangsmikið prédikunarstarf í Júdeu er það ekki til að hvílast. Hann byrjar á enn umfangsmeiri prédikun í Galíleu, héraðinu þar sem hann ólst upp. En lærisveinar hans taka ekki þátt í því með honum heldur snúa heim til fjölskyldna sinna og fyrri starfa.

Hvaða boðskap tekur Jesús að prédika? „Guðs ríki [er] í nánd. Gjörið iðrun og trúið fagnaðarerindinu.“ Og hver eru viðbrögðin? Galíleumenn taka Jesú vel og allir lofa hann. En það er ekki sérstaklega vegna boðskapar hans heldur vegna þess að margir þeirra voru á páskahátíðinni í Jerúsalem nokkrum mánuðum áður og sáu undrin og táknin sem hann gerði.

Jesús byrjar hina miklu prédikun sína í Galíleu í borginni Kana. Þú manst kannski að hann sótti brúðkaupsveislu þar og breytti vatni í vín er hann sneri aftur frá Júdeu. Núna er barn eins af embættismönnum Heródesar Antípasar konungs alvarlega veikt. Er embættismaðurinn fréttir að Jesús sé kominn frá Júdeu til Kana ferðast hann alla leið frá Kapernaum, þar sem hann býr, til að hitta Jesú. Maðurinn er harmi sleginn og biður: ‚Komdu áður en barnið mitt deyr.‘

Jesús svarar: ‚Farðu heim, sonur þinn er læknaður.‘ Embættismaðurinn trúir honum og snýr aftur heim. Á leiðinni hittir hann þjóna sína sem eru að flýta sér til að segja honum að allt sé í lagi og drengurinn hafi náð sér! Hann spyr hvenær það hafi gerst.

„Í gær upp úr hádegi,“ svara þeir.

Embættismaðurinn gerir sér ljóst að það var samtímis og Jesús sagði honum að sonur hans væri læknaður. Eftir þetta gerist hann og allt heimafólk hans lærisveinar Krists.

Það var mikil blessun fyrir Kana að Jesús skyldi tvívegis hafa gert þar tákn eftir að hann kom frá Júdeu. Þetta eru auðvitað ekki einu kraftaverkin sem hann hefur unnið fram til þessa, en þau eru mjög þýðingarmikil af því að þau marka endurkomu hans til Galíleu.

Jesús heldur nú heim til Nasaret. Hvað bíður hans þar? Jóhannes 4:43-54; Markús 1:14, 15; Lúkas 4:14, 15.

▪ Hvað gera lærisveinarnir þegar Jesús snýr aftur til Galíleu, og hvernig er honum tekið?

▪ Hvaða kraftaverk vinnur Jesús og hvaða áhrif hefur það á þá sem hlut eiga að máli?

▪ Hvaða blessunar er Kana aðnjótandi?