Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Verkamenn í víngarðinum

Verkamenn í víngarðinum

Kafli 97

Verkamenn í víngarðinum

„MARGIR hinir fyrstu munu verða síðastir og hinir síðustu fyrstir,“ sagði Jesús. Nú lýsir hann þessu nánar með dæmisögu. „Líkt er um himnaríki og húsbónda einn, sem gekk út árla morguns að ráða verkamenn í víngarð sinn,“ segir hann.

„[Húsbóndinn] samdi við verkamennina um denar í daglaun og sendi þá í víngarð sinn. Síðan gekk hann út um dagmál og sá aðra menn standa á torginu iðjulausa. Hann sagði við þá: ‚Farið þér einnig í víngarðinn, og ég mun greiða yður sanngjörn laun.‘ Þeir fóru. Aftur gekk hann út um hádegi og nón og gjörði sem fyrr. Og síðdegis fór hann enn út og sá menn standa þar. Hann spyr þá: ‚Hví hímið þér hér iðjulausir allan daginn?‘ Þeir svara: ‚Enginn hefur ráðið oss.‘ Hann segir við þá: ‚Farið þér einnig í víngarðinn.‘“

Húsbóndinn, eigandi víngarðsins, er Jehóva Guð og víngarðurinn er Ísraelsþjóðin. Verkamennirnir í víngarðinum eru menn undir lagasáttmálanum, einkum þeir Gyðingar sem eru uppi á dögum postulanna. Húsbóndinn semur um laun aðeins við þá verkamenn sem vinna heilan vinnudag. Daglaunin eru einn denar. „Dagmál“ eru klukkan níu að morgni, svo að þeir sem kallaðir eru um dagmál, hádegi, nón og síðdegi vinna aðeins níu, sex, þrjár og eina klukkustund.

Þeir sem unnu tólf tíma eða heilan vinnudag tákna leiðtoga Gyðinga sem hafa unnið stöðugt í trúarlegri þjónustu. Lærisveinar Jesú hafa aftur á móti stundað fiskveiðar eða önnur veraldleg störf mestan hluta ævinnar. Það var ekki fyrr en haustið 29 sem ‚húsbóndinn‘ sendi Jesú Krist til að safna saman þessum lærisveinum. Þeir komu því ‚síðastir‘ eða síðdegis til starfa í víngarðinum.

Hinum táknræna vinnudegi lýkur með dauða Jesú og þá er kominn tími til að greiða verkamönnunum launin. Þeirri óvenjulegu reglu er fylgt að greiða hinum síðustu fyrst eins og útskýrt er: „Þegar kvöld var komið, sagði eigandi víngarðsins við verkstjóra sinn: ‚Kalla þú á verkamennina og greið þeim kaupið. Þú skalt byrja á þeim síðustu og enda á þeim fyrstu.‘ Nú komu þeir, sem ráðnir voru síðdegis, og fengu hver sinn denar. Þegar þeir fyrstu komu, bjuggust þeir við að fá meira, en fengu sinn denarinn hver. Þeir tóku við honum og fóru að mögla gegn húsbónda sínum. Þeir sögðu: ‚Þessir síðustu hafa unnið aðeins eina stund, og þú gjörir þá jafna oss, er höfum borið hita og þunga dagsins.‘ Hann sagði þá við einn þeirra: ‚Vinur, ekki gjöri ég þér rangt til, sömdum við ekki um einn denar? Taktu þitt og farðu leiðar þinnar. Ég vil gjalda þessum síðasta eins og þér. Er ég ekki sjálfur fjár míns ráðandi? Eða sérðu ofsjónum yfir því, að ég er góðgjarn?‘“ Jesús endurtekur síðan það sem hann sagði áður: „Þannig verða hinir síðustu fyrstir og hinir fyrstu síðastir.“

Denarinn er ekki greiddur við dauða Jesú heldur á hvítasunnunni árið 33 þegar Kristur, ‚verkstjórinn,‘ úthellir heilögum anda yfir lærisveina sína. Lærisveinar Jesú eru eins og „hinir síðustu“ eða verkamennirnir sem komu síðdegis. Denarinn táknar ekki gjöf heilags anda í sjálfu sér. Hann táknar verðmæti sem lærisveinarnir nota hér á jörðinni og hefur þýðingu fyrir afkomu þeirra eða eilíft líf. Það eru sérréttindin að vera andlegur Ísraelsmaður, smurður til að prédika ríki Guðs.

Fljótlega sjá þeir sem fyrst voru ráðnir að lærisveinar Jesú hafa fengið laun sín greidd, og þeir sjá þá nota táknræna denarinn. En þeir vilja fá meira en heilagan anda og sérréttindi Guðsríkis sem honum eru tengd. Mögl þeirra og mótmæli birtast í ofsóknum á hendur lærisveinum Krists, „síðustu“ verkamönnunum í víngarðinum.

Uppfylltist dæmisaga Jesú aðeins á fyrstu öld? Nei, sökum stöðu sinnar og ábyrgðar voru klerkar kristna heimsins núna á 20. öldinni ráðnir ‚fyrstir‘ til starfa í táknrænum víngarði Guðs. Þeir töldu að vígðir prédikarar á vegum Biblíu- og smáritafélagsins Varðturninn fengju manna ‚síðastir‘ viðurkenningu sem verkamenn í þjónustu Guðs. En í reynd voru það þeir sem klerkarnir fyrirlitu sem fengu denarinn — þann heiður að vera smurðir erindrekar ríkis Guðs á himnum. Matteus 19:30–20:16.

▪ Hvað táknar víngarðurinn? Hvern táknar víngarðseigandinn og verkamennirnir sem unnu tólf stundir og eina stund?

▪ Hvenær lauk hinum táknræna vinnudegi og hvenær voru launin greidd?

▪ Hvað táknar denarinn sem greiddur var í laun?