„Helgist þitt nafn“ — hvaða nafn?
„Helgist þitt nafn“ — hvaða nafn?
ERT þú trúhneigður? Þá trúir þú vafalaust, eins og margir aðrir, á æðri máttarvöld, Guð. Líklega berð þú djúpa virðingu fyrir hinni alkunnu bæn til þessa Guðs, sem Jesús kenndi fylgjendum sínum, og nefnd er Faðirvorið. Bænin hefst þannig: „Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“—Matteus 6:9.
Hefur þú nokkurn tíma hugleitt hvers vegna Jesús nefndi fyrst í bæninni að nafn Guðs skyldi ‚helgast‘? Eftir það nefndi hann önnur atriði svo sem komu Guðsríkis, að vilji Guðs yrði gerður á jörðinni og syndir okkar fyrirgefnar. Þegar þessar síðarnefndu óskir verða uppfylltar mun það á endanum tryggja varanlegan frið á jörðinni og eilíft líf handa mannkyninu. Getur þú ímyndað þér nokkuð sem hefur meiri þýðingu fyrir okkur? Þrátt fyrir það sagði Jesús okkur að biðja á undan öllu öðru um að nafn Guðs yrði helgað.
Það var ekki nein tilviljun að Jesús kenndi fylgjendum sínum að láta nafn Guðs skipa fyrsta sætið í bænum sínum. Ljóst er að nafnið var honum afar þýðingarmikið því að hann nefndi það aftur og aftur í sínum eigin bænum. Einhverju sinni var hann að biðja til Guðs í annarra áheyrn og þá sagði hann: „Faðir, gjör nafn þitt dýrlegt!“ Og Guð sjálfur svaraði: „Ég hef gjört það dýrlegt og mun enn gjöra það dýrlegt.“—Jóhannes 12:28.
Kvöldið áður en Jesús dó bað hann til Guðs í áheyrn lærisveina sinna og enn á ný heyrðu þeir hann beina athygli að mikilvægi nafns Guðs. Hann sagði: „Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum.“ Síðar endurtók hann: „Ég hef kunngjört þeim nafn þitt og mun kunngjöra.“—Jóhannes 17:6, 26.
Hvers vegna var nafn Guðs svona þýðingarmikið fyrir Jesú? Hvers vegna lét hann í ljós að það væri líka þýðingarmikið fyrir okkur með því að segja okkur að biðja um að það helgaðist? Til að skilja það þurfum við að gera okkur grein fyrir hvernig litið var á nöfn á tímum Biblíunnar.
Nöfn á tímum Biblíunnar
Augljóst er að Jehóva Guð áskapaði manninum löngun til að gefa hlutunum nöfn. Fyrsti maðurinn hafði nafn, Adam. Í sögunni af sköpuninni er eitt hið fyrsta, sem Adam er sagður hafa gert, að gefa dýrunum nöfn. Þegar Guð gaf Adam konu kallaði Adam hana þegar í stað ‚karlynju‘ (Ishshah á hebresku). Síðar gaf hann henni nafnið Eva, sem merkir „hin lifandi,“ því að „hún varð móðir allra, sem lifa.“ (1. Mósebók 2:19, 23; 3:20) Enn þann dag í dag erum við vön að gefa fólki nöfn. Satt að segja er erfitt að gera sér í hugarlund hvernig við gætum komist af án nafna.
Á tímum Ísraelsþjóðarinnar voru nöfn þó meira en aðeins merkimiðar. Þau þýddu eitthvað. Svo dæmi séu tekin minnti nafnið Ísak, sem merkir „hlátur,“ á að aldurhnignir foreldrar hans 1. Mósebók 17:17, 19; 18:12) Nafnið Esaú merkti „loðinn“ og lýsti líkamlegu einkenni. Hitt nafnið, sem hann bar, Edóm, „rauður“ eða „rauðleitur,“ minnti á að hann seldi frumburðarrétt sinn fyrir rauðleitan baunarétt. (1. Mósebók 25:25, 30-34; 27:11; 36:1) Þótt Jakob væri aðeins örlitlu yngri en tvíburabróðir hans Esaú, keypti hann frumburðarréttinn af Esaú og fékk frá föður sínum þá blessun sem tilheyrði frumburðinum. Nafnið Jakob merkti „hælhaldari“ eða „sá sem ryður úr vegi“ og var hann svo nefndur strax við fæðingu. (1. Mósebók 27:36) Nafnið Salómon merkti „friðsamur“ en í stjórnartíð hans naut Ísraelsþjóðin friðar og velsældar.—1. Kroníkubók 22:9.
hlógu þegar þeir fyrst heyrðu að þeir ættu að eignast barn. (Því segir orðabókin The Illustrated Bible Dictionary (1. bindi, bls. 572): „Athugun á orðinu ‚nafn‘ í Gamlatestamentinu leiðir í ljós hversu mikið það þýðir á hebresku. Nafnið er ekki aðeins merkimiði heldur táknar hinn raunverulega persónuleika þess sem ber það.“
Sú staðreynd að Guð álítur nöfn þýðingarmikil sést á því að hann sendi engil til væntanlegra foreldra Jóhannesar skírara og Jesú með fyrirmæli um hvað synir þeirra ættu að heita. (Lúkas 1:13, 31) Stundum breytti hann nöfnum eða gaf fólki aukanefni til tákns um það hlutverk sem það skyldi gegna í tilgangi hans. Þegar Guð til dæmis sagði fyrir um að þjónn hans Abram („faðir upphefðar“) ætti að verða faðir margra þjóða breytti hann nafni hans í Abraham („faðir fjölda“). Hann breytti einnig nafni eiginkonu Abrahams, Saraí („þrætugjörn“), í Sara („prinsessa“), því að hún átti að verða móðir afkvæmis Abrahams.—1. Mósebók 17:5, 15, 16; samanber 1. Mósebók 32:28; 2. Samúelsbók 12:24, 25.
Jesús gerði sér líka grein fyrir mikilvægi nafna og vísaði til nafns Péturs þegar hann fól honum viss sérréttindi í þjónustunni. (Matteus 16:16-19) Jafnvel andaverur hafa nöfn. Tvær eru nafngreindar í Biblíunni, Gabríel og Míkael. (Lúkas 1:26; Júdasarbréfið 9) Þegar maðurinn gefur nöfn lífvana hlutum svo sem stjörnum, reikistjörnum, borgum, fjöllum og ám er hann þess vegna einfaldlega að líkja eftir skapara sínum. Til dæmis segir Biblían okkur að Guð kalli allar stjörnurnar með nafni.—Jesaja 40:26.
Já, nöfn eru þýðingarmikil í augum Guðs og hann áskapaði manninum löngun til að þekkja fólk og hluti með nafni. Því bera englar, fólk og dýr, svo og stjörnur og aðrir lífvana hlutir, nöfn. Væri skapari allra þessara hluta sjálfum sér samkvæmur ef hann léti sig vera nafnlausan? Auðvitað ekki, einkanlega ef höfð eru í huga orð sálmaritarans: „Allt hold vegsami [Guðs] heilaga nafn um aldur og ævi.“—Sálmur 145:21.
Orðabókin The New International Dictionary of New Testament Theology (2. bindi, bls. 649) segir: „Eitt helsta og þýðingarmesta atriði hinnar biblíulegu opinberunar er að Guð er ekki nafnlaus. Hann hefur einkanafn sem hægt er og á að ákalla hann með.“ Jesús hafði greinilega það nafn í huga þegar hann kenndi fylgjendum sínum að biðja: „Faðir vor, þú sem ert á himnum. Helgist þitt nafn.“—Matteus 6:9.
Þegar allt þetta er haft í huga er ljóst að það er mikilvægt fyrir okkur að vita hvert nafn Guðs er. Veist þú hvert einkanafn Guðs er?
Hvert er nafn Guðs?
Þótt undarlegt sé ætti sennilega meirihluti Jóhannes 17:6) Hann var að biðja til Guðs á himnum eins og sonur talar við föður sinn. (Jóhannes 17:1) Það var nafn hins himneska föður hans sem átti að ‚helgast.‘
þeirra hundruð milljóna, sem tilheyra kirkjum kristna heimsins, erfitt með að svara þeirri spurningu. Sumir myndu segja að Guð héti Jesús Kristur. Þó var Jesús að biðja til einhvers annars þegar hann sagði: „Ég hef opinberað nafn þitt þeim mönnum, sem þú gafst mér úr heiminum.“ (Nafnið er þó ekki að finna í mörgum nútímaþýðingum Biblíunnar og er sárasjaldan nefnt í kirkjunum. Þess vegna hefur það glatast milljónum biblíulesenda í stað þess að ‚helgast.‘ Sem dæmi um hvernig biblíuþýðendur hafa farið með nafn Guðs skulum við skoða aðeins eitt vers þar sem það stendur: Sálm 83:19 (83:18 í flestum erlendum þýðingum). Þannig er þessi ritningargrein þýdd í fjórum mismunandi biblíum:
„Að þeir megi komast að raun um, að þú einn heitir Drottinn, Hinn hæsti yfir allri jörðunni.“ (Íslenska biblían frá 1981)
„Til að kenna þeim að þú, Hinn eilífi, þú ert hinn hæsti Guð yfir öllum heiminum.“ (A New Translation of the Bible eftir James Moffatt frá 1922)
„Að þeir megi komast að raun um, að þú einn heitir Jahve, hinn hæsti yfir allri jörðunni.“ (Heimilisútgáfa íslensku Biblíunnar frá 1908)
„Að menn megi vita að þú, sem einn heitir JEHÓVA, ert hinn hæsti yfir allri jörðunni.“ (Authorized Version, einnig nefnd King James Version frá 1611)
Hvers vegna er nafn Guðs svona ólíkt í þessum mismunandi þýðingum? Er nafn hans Drottinn, Hinn eilífi, Jahve eða Jehóva? Má kannski nota öll þessi nöfn?
Til að svara því er rétt að minna á að Biblían var ekki upphaflega skrifuð á íslensku eða ensku. Biblíuritararnir voru Hebrear og þeir skrifuðu aðallega á hebresku og grísku sinnar samtíðar. Fæst okkar tala þessi fornu tungumál. Biblían hefur hins vegar verið þýdd á fjöldamörg nútímamál og við getum notað þessar þýðingar þegar við viljum lesa orð Guðs.
Kristnir menn bera djúpa virðingu fyrir Biblíunni og trúa réttilega að ‚öll Ritning sé innblásin af Guði.‘ (2. Tímóteusarbréf 3:16) Þess vegna er það mikið ábyrgðarhlutverk að þýða Biblíuna. Ef einhver af ásettu ráði breytir eða fellir niður hluta af efni Biblíunnar er hann að falsa eða spilla hinu innblásna orði. Um slíkt á við eftirfarandi aðvörun Ritningarinnar: „Leggi nokkur við þau [spádómsorð Ritningarinnar], mun Guð á hann leggja þær plágur, sem um er ritað í þessari bók. Og taki nokkur burt nokkuð af orðum spádómsbókar þessarar, þá mun Guð burt taka hlut hans í tré lífsins.“—Opinberunarbókin 22:18, 19; sjá einnig 5. Mósebók 4:2.
Flestir biblíuþýðendur bera vafalaust virðingu fyrir Biblíunni og vilja í fullri einlægni gera nútímamönnum hana skiljanlega. En þýðendurnir fá ekki innblástur. Flestir þeirra hafa líka ákveðnar skoðanir um trúarleg atriði og eru oft undir áhrifum skoðana sinna og eftirlætishugmynda. Þeir geta líka gert mannleg mistök og dómgreind þeirra verið áfátt.
Við höfum því rétt til að spyrja ýmissa spurninga: Hvert er nafn Guðs? Hvers vegna nefna mismunandi biblíuþýðendur Guð mismunandi nöfnum? Þegar við höfum fundið svör við þessum spurningum getum við snúið okkur að því sem við brydduðum á í upphafi: Hvers vegna er svona þýðingarmikið að helga nafn Guðs?
[Innskot á blaðsíðu 4]
Englar, fólk og dýr, svo og stjörnur og aðrir lífvana hlutir, heita sínum nöfnum. Væri skapari allra þessara hluta sjálfum sér samkvæmur ef hann væri nafnlaus?
[Innskot á blaðsíðu 5]
Ljóst er að nafn Guðs var Jesú afar þýðingarmikið því að hann nefndi það aftur og aftur í bænum sínum.