„Leitið fyrst ríkis hans“
11. kafli
„Leitið fyrst ríkis hans“
1. (a) Hvers vegna hvati Jesús fólk fyrir nítján öldum til að leita fyrst Guðsríkis (b) Hvaða spurningar ættum við að spyrja okkur?
Í ERINDI, sem Jesús flutti í Galíleu fyrir liðlega nítján öldum, hvatti hann áheyrendur sína: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis.“ En hvers vegna? Áttu ekki margar aldir að líða þar til Kristur yrði krýndur sem konungur? Jú, en þetta Messíasarríki er verkfærið til að upphefja hið heilaga nafn Jehóva og fullna dýrlegan tilgang hans með jörðina. Sá sem gerir sér ljósa þýðingu þessa mun gefa Guðsríki allan forgang í lífi sínu. Svo var um þjóna Guðs á fyrstu öldinni, og tvímælalaust á það við núna þegar Guðsríki er tekið til starfa. Ber líf þitt því vitni að þú leitir fyrst Guðsríkis? — Matt. 6:33.
2. Hverju er fólk yfirleitt upptekið af?
2 Fólk almennt er upptekið af flestu öðru. Það keppir af ákefð eftir fé og fatnaði, fæðu og öðrum efnislegum hlutum og nautnum sem hægt er að kaupa fyrir fé. (Matt. 6:31, 32) Líf þess ber því vitni að það hugsar fyrst og fremst um sjálft sig og eigin vellíðan. Guð er í öðru sæti í lífi þess — ef það þá trúir á hann.
3. (a) Hvers konar fjársjóða hvatti Jesús lærisveinana sína til að leita og hvers vegna? (b) Hvers vegna var engin ástæða til að hafa umtalsverðar áhyggjur af efnislegum nauðsynjum?
3 En Jesús gaf lærisveinum sínum þetta ráð: „Safnið yður ekki fjársjóðum á jörðu,“ því að engin slík verðmæti eru eilíf. „Safnið yður heldur,“ sagði hann „fjársjóðum á himni“ með því að þjóna Jehóva. Hann hvatti fylgjendur sína til að halda auga sínu ‚heilu,‘ beina athygli sinni að aðeins einu atriði, því að gera vilja Guðs. „Þér getið ekki þjónað Guði og mammón [auðnum],“ sagði hann þeim. En hvað um efnislegar nauðsynjar — fæði, klæðnað og húsaskjól? „Verið ekki áhyggjufullir,“ ráðlagði Jesús. Hann beindi athygli þeirra að fuglunum — Guð nærir þá. Hann hvatti fylgjendur sína til að læra af blómunum sem Guð klæðir svo fagurlega. Eru ekki hinir vitibornu, mennsku þjónar Jehóva meira virði en þau? „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis, þá mun allt þetta [aðrar nauðsynjar] veitast yður að auki.“ (Matt. 6:19-34) Trúir þú þessu? Bera verk þín vitni um það?
Láttu ekki kæfa sannleikann um Guðsríki
4. Hvernig getur farið fyrir þeim manni sem leggur of mikla áherslu á hið efnislega? Lýsið með dæmi.
4 Óhóflegar áhyggjur eða áhugi á efnislegum hlutum getur haft skelfilegar afleiðingar. Jafnvel þótt einhver lýsi yfir að hann hafi áhuga á Guðsríki munu sannindi þess kafna eða verða undir ef hann í hjarta sér lætur annað ganga fyrir. (Matt. 13:18, 19, 22) Til dæmis spurði ríkur, ungur höfðingi Jesú einhverju sinni: „Hvað á ég að gjöra til þess að öðlast eilíft líf?“ Af viðbrögðum hans við svari Jesú má sjá að hann var hreinlífur og kom vel fram við aðra. Hins vegar þótti honum allt of vænt um efnislegar eigur sínar. Hann gat ekki fengið sig til að losa sig við þær til að verða fylgjandi Krists. Hann sleppti því tækifæri sem hefði getað orðið til þess að hann fengi að ríkja með Kristi í hinu himneska ríki. Við þetta tækifæri sagði Jesús: „Hve torvelt verður þeim, sem auðinn hafa, að ganga inn í Guðs ríki.“ — Mark. 10:17-23.
5. (a) Hvað hvatti Páll Tímóteus til að gera sig ánægðan með og hvers vegna? (b) Hvernig notar Satan ‚fégirnd‘ sem hættulega snöru?
5 Allmörgum árum síðar skrifaði Páll postuli Tímóteusi, sem var pá í Efesus, auðugir verslunarmiðstöð, og áminnti hann svo: „Ekkert höfum vér inn i heiminn flutt og ekki getum vér heldur flutt neitt út þaðan. Ef vér höfum fæði og klæði, þá látum oss það nægja.“ Rétt er og viðeigandi að vinna til að sjá sér og fjölskyldu sinni fyrir „fæði og klæði.“ En Páll aðvaranði: „En þeir, sem ríkir vilja verða, falla í freistni og snöru og alls kyns óviturlegar og skaðlegar fýsnir, er sökkva mönnunum niður í tortímingu og glötun.“ Satan er lævís. Í fyrstu á hann til að lokka menn með ýmsu smálegu. Síðan eykur hann oft þrýstinginn — ef til vill með tilboði um stöðuhækkun sem hefur í för með sér launahækkun, en krefst um leið tíma sem áður var tekinn frá til andlegra mála. Séum við ekki á verði getur „fégirndin“ kæft eða þrengt að þeim lífsnauðsynlegu málum sem snúa að Guðsríki. Eins og Páll orðaði það: „Við þá fíkn [fégirndina] hafa nokkrir villst frá trúnni og valdið sjálfum sér mörgum harmkvælum.“ — 1. Tím. 6:7-10.
6. (a) Hvað verðum við að gera til að festast ekki í þeirri snöru? (b) Er það raunhæft með hliðsjón af efnahagsástandinu í heiminum?
6 Með ósviknum, kristnum bróðurkærleika hvatti Páll Tímóteus: „Forðast þú þetta,“ og: „Berstu trúarinnar góðu baráttu.“ (1. Tím. 6:11, 12) Heiðarleg barátta er nauðsynleg ef við eigum ekki að láta flóðbylgju efnishyggjunnar í heiminum umhverfis hrífa okkur með sér. En ef við leggjum okkur kappsamlega fram í samræmi við trú okkar mun Jehóva aldrei yfirgefa okkur. Þrátt fyrir dýrtíð og útbreitt atvinnuleysi mun hann tryggja að við höfum það sem við raunverulega þurfum. — Hebr. 13:5, 6.
Fyrstu lærisveinarnir eru eftirdæmi
7. Hvaða fyrirmæli gaf Jesús postulunum, þegar hann sendi þá út um Ísraelsland til að prédika, og hvers vegna áttu þau vel við?
7 Eftir að Jesús hafði frætt og þjálfað postula sína nægilega sendi hann þá út um Ísraelsland til að prédika fagnaðarerindið. „Himnaríki er í nánd.“ Þetta var hrifandi boðskapur! Jesús Kristur, Messíasarkonungurinn, var mitt á meðal þeirra. Þar eð postularnir helguðu sig þjónustu við Guð hvatti Jesús þá til að treysta því að Guð myndi annast þá. Hann sagði því: „Takið ekkert til ferðarinnar, hvorki staf né mal, brauð né silfur, og enginn hafi tvo kyrtla. Og hvar sem þér fáið inni, þar sé aðsetur yðar og þaðan skuluð þér leggja upp að nýju.“ (Matt. 10:5-10; Lúk. 9:1-6; 10:4-7) Jehóva myndi sjá til þess að samlandar þeirra veittu þeim það sem þeir þyrftu, en sú var venja þeirra að sýna ókunnugum gestrisni.
8. (a) Hvers vegna gaf Jesús annars konar fyrirmæli skömmu fyrir dauða sinn? (b) Hvað átti eftir sem áður að ganga fyrir í lífi þeirra?
8 Síðar, rétt fyrir dauða sinn, vakti Jesús athygli postulanna á að þeir myndu þurfa að starfa við breyttar aðstæður. Sökum andstöðu af opinberri hálfu gæti svo farið að þeim yrði ekki sýnd jafnmikil gestrisni í Ísrael og áður. Auk þess myndu þeir innan tíðar flytja boðskapinn um Guðsríki til heiðinna landa. Nú skyldu þeir því taka með sér „pyngju“ og „mal.“ Þrátt fyrir það skyldu þeir sem fyrr leita fyrst ríkis Jehóva og réttlætis, í því trausti að Jehóva myndi blessa viðleitni þeirra til að afla sér fæðis og húsaskjóls. — Lúk. 22:35-37.
9. (a) Hvernig lét Páll Guðsríki ganga fyrir? (b) Hvernig var líkamlegum þörfum hans fullnægt? (c) Hvaða ráð gaf hann öðrum um þessi efni?
9 Páll postuli gaf gott fordæmi um hvernig ráðum Jesú skyldi fylgt. Hann lét líf sitt snúast um þjónustuna. (Post. 20:24, 25) Þegar hann tok að prédika einhvers staðar sá hann sér farborða með því að vinna við tjaldgerð. Hann ætlaðist ekki til að aðrir sæju fyrir honum. (Post. 18:1-4; 1. Þess. 2:9; 1. Kor. 9:18) Samt sem áður var hann þakklátur fyrir gestrisni og gjafir annarra sem vildu með þeim hætti tjá kærleika sinn og þakklæti. (Post. 16:15, 34; Fil. 4:15-17) Hann hvatti ekki kristna karlmenn og konur til að afrækja skyldur sínar gagnvart fjölskyldunni til að geta prédikað, heldur að gæta jafnvægis í því að axla hina margvíslegu ábyrgð sína. Hann hvatti þá til að vinna með höndum sínum, elska fjölskyldur sínar og vera örlátir við aðra. (Ef. 4:28; 2. Þess. 3:7-12; Tít. 2:3-5) Hann hvatti kristna menn líka til að treysta, ekki á efnislegar eigur heldur Guð, og nota líf sitt á þann hátt að augljóst mætti vera að þeir skildu hvað mikilvægast væri í lífinu. Í samræmi við kenningu Jesú fól það í sér að leita fyrst ríkis Guðs og réttlætis hans. — Fil. 1:9-11.
Láttu Guðsríki ganga fyrir í lífi þínu
10. (a) Hvað merkir það að ‚leita fyrst Guðsríkis‘? (b) Hvað ætti þó ekki að vanrækja?
10 Í hvaða mæli eigum við sem einstaklingar hlut í að boða öðrum fagnaðarerindið um ríkið? Það er að nokkru leyti komið undir aðstæðum okkar og að verulegu leyti hversu mikils við metum boðskapinn. Höfum í huga að Jesús sagði ekki: ‚Leitið Guðsríkis þegar þið hafið ekkert annað að gera.‘ Hann sagði ekki heldur: ‚Svo lengi sem þið talið af og til um Guðsríki gerið þið nóg.‘ Og ekki sagði hann: ‚Sýnið Guðsríki kostgæfni fyrst í stað, en ef ykkur virðist hin nýja skipan vera lengi á leiðinni, haldið þá bara áfram að gera eitthvað í þjónustu Guðs en lifið að öðru leyti eins og annað fólk.‘ Hann vissi vel hversu mikilvægt Guðsríki var og lét í ljós vilja föður síns með þessum orðum: „Leitið stöðugt ríkis hans.“ Eða, eins og Matteus postuli skráði það: „Leitið fyrst ríkis hans og réttlætis.“ (Lúk. 12:31, NW; Matt. 6:33) Þótt nauðsynlegt sé fyrir flest okkar að vinna einhvers konar veraldlegt starf til að sjá okkur og fjölskyldum okkar fyrir lífsnauðsynjum, þá mun miðpunkturinn í lífi okkar vera það starf sem Guð hefur falið okkur í tengslum við ríki sitt, ef við í sannleika höfum trú. Við munum samt sem áður ekki vanrækja fjölskylduábyrgð okkar. — 1. Tím. 5:8; Orðskv. 29:15.
11. (a) Hvernig sýndi Jesús fram á að ekki gætu allir notað jafnmikinn tíma til að útbreiða boðskapinn um ríkið? (b) Hvaða atriði hafa áhrif á það?
11 Sum okkar geta varið meiri tíma til þjónustunnar á akrinum en aðrir. En í dæmisögu sinni um mismunandi jarðveg sýndi Jesús fram á að allir, sem hafa hjörtu lík góðum jarðvegi, bera ávöxt. Í hvaða mæli? Aðstæður manna eru breytilegar. Aldur, heilsufar og fjölskylduábyrgð hefur sitt að segja. Ef við hins vegar metum sannleikann og boðskapinn að verðleikum er hægt að áorka miklu. — Matt. 13:19, 23.
12. Hvaða andlegt markmið er einkum ungt fólk hvatt til að setja sér?
12 Gott er að setja sér markmið sem hjálpa okkur að auka hlutdeild okkar í þjónustunni við ríkið. Hinir ungu ættu að hugsa alvarlega um afbraðgsgott fordæmi hins kostgæfa unga manns, Tímóteusar. (Fil. 2:19-22) Hvað getur verið betra fyrir ungt fólk en að þjóna Guðsríki í fullu starfi þegar veraldlegri skólagöngu lýkur? Þeim sem eldri eru er líka gagnlegt að setja sér heilbrigð, andleg markmið.
13. (a) Hver ákveður hvað þú getur gert í þjónustunni við ríkið? (b) Hverju ber það vitni ef við í sannleika leitum fyrst Guðsríkis?
13 Í stað þess að gagnrýna þá sem okkur finnst að gætu gert meira, ættum við að vinna að persónulegum framförum til að við getum þjónað Guði af öllum mætti eins og okkar eigin kringumstæður leyfa. (Rómv. 14:10-12; Gal. 6:4) Eins og sýndi sig í sambandi við Job staðhæfir Satan að við höfum fyrst og fremst áhuga á efnislegum eigum, eigin þægindum og vellíðan, og að tilefni okkar til að þjóna Guði sé eigingjarnt. En ef við í sannleika leitum fyrst Guðsríkis eigum við þátt í að sanna djöfulinn þann hrikalega lygara sem hann í reyndinni er. Við sýnum þá að hvorki efnislegar eigur né þægindi koma fyrst í lífi okkar, heldur þjónustan við Guð. Þannig sönnum við í orði og verki djúpan kærleika okkar til Jehóva, dyggan stuðning við drottinvald hans og kærleika til annarra manna. — Orðskv. 27:11; Job. 1:9-11; 2:4, 5.
14. (a) Hvers vegna er gott að hafa ákveðna dagskrá fyrir þjónustuna á akrinum? (b) Í hvaða mæli eiga margir vottar hlut í þjónustunni á akrinum og hvers vegna?
14 Stundaskrá getur hjálpað okkur að áorka meiru en ella. Jehóva hefur sjálfur ‚ákveðinn tíma‘ til að hrinda tilgangi sínum í framkvæmd, og vel fer á að líkja eftir því. (2. Mós. 9:5; Mark. 1:15; Gal. 4:4) Gott er, sé þess kostur, að taka þátt í þjónustunni á akrinum á ákveðnum tíma einu sinni í viku eða oftar. Tugþúsundir votta Jehóva út um allan heim hafa látið skrá sig aðstoðarbrautryðjendur og verja að meðaltali tveim eða fleiri stundum á dag til að prédika fagnaðarerindið. Sumir gera það á reglulegum grundvelli, aðrir nokkra mánuði á ári. Þúsundir til viðbótar starfa sem reglulegir brautryðjendur, nota að minnsta kosti þrjár stundir að meðaltali á dag til að boða boðskapinn um Guðsríki. Aðrir, sérbrautryðjendur og trúboðar, nota enn meiri tíma til þjónustunnar við Guðsríki. Og hvort sem við erum bókstaflega úti í þjónustunni eða ekki getum við leitað færis á að koma vonarboðskapnum um Guðsríki á framfæri við hvern sem vill heyra, hvenær sem hentar. (Samanber Jóhannes 4:7-15.) Við ættum öll að hugsa alvarlega um hvað felst í spádómi Jesú þess efnis að ‚þetta fagnaðarerindi um ríkið verði prédikað um alla heimsbyggðina öllum þjóðum til vitnisburðar, og síðan muni endirinn koma.‘ Okkur ætti að langa til að eiga eins mikinn þátt í því starfi og aðstæður okkar leyfa. — Matt. 24:14; Ef. 5:15-17.
15. Hvers vegna álítur þú heilræðin í 1. Kor. 15:58 tímabær í tengslum við þjónustu okkar?
15 Í öllum heimshornum, meðal allra þjóða, eru vottar Jehóva sem einn maður uppteknir af þessu mikla verki. Þeir fylgja hinu innblásna ráði Biblíunnar: „Verið staðfastir, óbifanlegir, síauðugir í verki Drottins. Þér vitið að erfiði yðar er ekki árangurslaust í Drottni.“ — 1. Kor. 15:58.
Til upprifjunar
• Þegar Jesús hvatti okkur til að leita fyrst Guðsríkis, hvað var hann þá að gefa í skyn að vera skyldi í öðru sæti?
• Hvernig ættum við að líta á það að sinna líkamlegum þörfum okkar og fjölskyldna okkar? Hvernig mun Guð hjálpa okkur?
• Skiptir einhverju máli hve mikið við gerum í þjónustunni við Guðsríki, svo lengi sem við gerum eitthvað? Gefðu nánari skýringu.
[Spurningar]