Hvað á ég að gera ef foreldrar mínir rífast?
KAFLI 24
Hvað á ég að gera ef foreldrar mínir rífast?
Rífast foreldrar þínir stundum fyrir framan þig? Ef svo er, um hvað rífast þau oftast?
□ Peninga
□ Heimilisstörf
□ Ættingja
□ Þig
Hvernig myndirðu vilja útskýra fyrir foreldrum þínum hvaða áhrif þetta hefur á þig? Skrifaðu það hér.
․․․․․
ÞÚ GETUR ekki annað en orðið fyrir áhrifum af deilum foreldra þinna. Þú elskar þau og reiðir þig á stuðning þeirra. Þess vegna finnst þér örugglega hræðilegt að heyra þau rífast. Þú ert ef til vill sammála Maríu sem segir: „Það er erfitt fyrir mig að virða foreldra mína þegar mér finnst þau ekki virða hvort annað.“
Þegar þú heyrir foreldra þína rífast uppgötvarðu óþægilega staðreynd: Þau eru kannski ekki eins fullkomin og þú hélst. Sú uppgötvun getur vakið með þér alls konar ótta. Ef þau rífast oft eða harkalega gætirðu farið að hafa áhyggjur af því að það sé að slitna upp úr hjónabandinu. „Þegar ég heyri foreldra mína rífast,“ segir María, „ímynda ég mér að þau eigi eftir að skilja og ég verði að ákveða hjá hvoru þeirri ég vilji búa. Ég er líka hrædd um að verða aðskilin frá systkinum mínum.“
Af hverju rífast foreldrar og hvað ættirðu að gera þegar rifrildi blossar upp á heimilinu?
Af hverju foreldrar rífast
Sennilega tekst foreldrum þínum oftast að fylgja fyrirmælunum um að ,umbera og elska hvort annað‘. (Efesusbréfið 4:2) En í Biblíunni segir: „Allir hafa syndgað og skortir Guðs dýrð.“ (Rómverjabréfið 3:23) Foreldrar þínir eru ekki fullkomnir. Það ætti því ekki að koma þér á óvart þótt pirringur magnist upp og endi einstaka sinnum með rifrildi.
Mundu líka að við lifum á erfiðum tímum. (2. Tímóteusarbréf 3:1) Álagið, sem fylgir því að sjá fyrir fjölskyldu, borga reikninga og umbera andrúmsloftið á vinnustað, getur allt valdið spennu í hjónabandinu. Og ef báðir foreldrar vinna úti getur það orðið að deiluefni hver á að sjá um viss heimilisstörf.
Þú getur verið viss um að þótt foreldrar þínir séu ósammála þýðir það ekki endilega að hjónabandið sé að fara út um þúfur. Að öllum líkindum elska þau enn hvort annað — jafnvel þótt þau hafi ólíkar skoðanir á vissum málum.
Tökum dæmi: Hefurðu einhvern tíma horft á bíómynd með góðum vinum og komist að því að þið höfðuð ólíkar skoðanir á myndinni? Þannig er það stundum. Þótt fólk sé mjög náið getur það haft mismunandi skoðanir á vissum hlutum. Þannig er það kannski hjá foreldrum þínum. Ef til vill hafa þau bæði áhyggjur af fjármálum fjölskyldunnar en hafa mismunandi skoðanir á því hvernig sé hægt að spara; bæði vilja fara með fjölskylduna í frí en hafa ólíka skoðun á því hvernig sé best að slaka á; bæði vilja gjarnan að þú standir þig vel í skóla en þau eru ekki sammála um hver sé besta leiðin til að hvetja þig áfram.
Með öðrum orðum geta tvær manneskjur, sem elska hvor aðra, stundum haft ólík sjónarmið. En þrátt fyrir það getur verið erfitt fyrir þig að hlusta á ósætti foreldra þinna. Hvað geturðu gert eða sagt til að takast á við það?
Hvað geturðu gert?
Sýndu virðingu. Það er auðvelt að láta foreldra, sem eru alltaf að rífast, fara í taugarnar á sér. Það eru þau sem eiga að setja þér gott fordæmi en ekki öfugt. En ef þú sýnir þeim virðingarleysi eykur það aðeins á vandann. Þar að auki hefur Jehóva gefið þér fyrirmæli um að virða og hlýða foreldrum þínum — jafnvel þegar það er ekki auðvelt. — 2. Mósebók 20:12; Orðskviðirnir 30:17.
Matteus 10:34-37) En gerðu það alltaf „með hógværð og virðingu“. Fordæmi þitt á þessu sviði gæti orðið til þess að foreldri þitt, sem er ekki í trúnni, fari seinna að þjóna Jehóva. — 1. Pétursbréf 3:15, 16.
En hvað ef deilur foreldra þinna tengjast þér beint? Segjum til dæmis að annað foreldri þitt þjóni Jehóva en hitt ekki. Þá gæti komið upp ósætti sem varðar trú þína og þú yrðir að taka afstöðu með því sem er rétt ásamt foreldri þínu sem er vottur. (Vertu hlutlaus. Hvað geturðu gert ef foreldrar þínir þrýsta á þig að taka afstöðu með öðru hvoru þeirra í máli sem tengist þér ekki beint? Reyndu að vera hlutlaus. Kannski geturðu afsakað þig kurteislega með því að segja eitthvað í líkingu við: „Mamma og pabbi, ég elska ykkur bæði. Biðjið mig því ekki um að taka afstöðu. Þetta er eitthvað sem þið verðið að leysa ykkar á milli.“
Segðu þeim hvernig þér líður. Segðu foreldrum þínum hvaða áhrif það hefur á þig þegar þau rífast. Veldu tíma þegar þú telur að þau séu móttækileg og segðu þeim háttvíslega hvernig rifrildi þeirra kemur þér í uppnám, vekur með þér reiði eða hræðir þig jafnvel. — Orðskviðirnir 15:23; Kólossubréfið 4:6.
Hvað áttu ekki að gera?
Ekki leika hjónabandsráðgjafa. Þar sem þú ert unglingur ertu einfaldlega ekki fær um að leysa ágreiningsmál foreldra þinna. Tökum dæmi: Ímyndaðu þér að þú sért farþegi í lítilli flugvél og þú heyrir flugstjórann og aðstoðarflugmanninn rífast. Að sjálfsögðu verður þér órótt. En hvað myndi gerast ef þú færir að segja flugmönnunum til eða reyndir jafnvel að taka í stýrið?
Á svipaðan hátt myndi það aðeins gera illt verra ef þú reyndir að „taka í stýrið“ með því að flækja þig í hjónabandserjur foreldra þinna. Í Biblíunni segir: „Af hroka kvikna deilur en hjá ráðþægnum mönnum er viska.“ (Orðskviðirnir 13:10) Sennilega er betra fyrir foreldra þína að greiða úr sínum málum með því að ræða saman í einrúmi. — Orðskviðirnir 25:9.
1. Pétursbréf 4:15) Stattu gegn þeirri tilhneigingu að taka þátt í deilunum.
Blandaðu þér ekki í deilurnar. Það er nógu slæmt að hlusta á tvo rífast. Er nokkur ástæða til að bæta þeim þriðja í hópinn? Þótt það geti verið freistandi að blanda sér í deilurnar er það ekki þitt hlutverk heldur foreldra þinna að leysa úr sínum málum. Reyndu því að fylgja hvatningu Biblíunnar um að „hlutast [ekki] til um það er öðrum kemur við“ í málum sem þessum. (Ekki egna foreldrum þínum upp á móti hvort öðru. Sumir unglingar stuðla jafnvel að því að foreldrarnir fari að rífast með því að egna þau upp á móti hvort öðru. Þegar mamman segir nei spila þeir á tilfinningar pabbans til að reyna að fá já út úr honum. Með slíkum leik gætirðu kannski fengið þínu fram en til langs tíma litið eykur þetta aðeins á vandamál fjölskyldunnar.
Láttu hegðun þeirra ekki hafa áhrif á hegðun þína. Unglingur, sem heitir Pétur, gerði sér grein fyrir því að hann notaði ókristilega hegðun til að hefna sín á pabba sínum sem kom illa fram við fjölskylduna. „Ég vildi særa hann,“ segir Galatabréfið 6:7.
Pétur. „Ég var svo reiður út í hann af því að hann kom illa fram við mömmu, systur mína og mig.“ En áður en langt um leið varð Pétur að taka afleiðingum gerða sinna. Hver er lærdómurinn? Slæm hegðun eykur aðeins á vandamálin heima fyrir. —Skrifaðu hér á línuna hvaða atriði úr þessum kafla þú þarft að vinna mest í. ․․․․․
Það er nokkuð ljóst að þú getur ekki komið í veg fyrir að foreldrar þínir rífist. En þú getur verið viss um að Jehóva hjálpar þér að takast á við þær áhyggjur sem rifrildin valda þér. — Filippíbréfið 4:6, 7; 1. Pétursbréf 5:7.
Reyndu eftir bestu getu að fara eftir ráðleggingunum í þessum kafla. Með tímanum gætu foreldrar þínir fundið sig knúna til að vinna betur í sínum málum. Hver veit — þau gætu jafnvel hætt að rífast.
Hvernig geturðu tekist á við þær áskoranir sem fylgja því að alast upp hjá einstæðu foreldri?
LYKILRITNINGARSTAÐUR
„Mál ykkar sé ætíð ljúflegt.“ — Kólossubréfið 4:6.
RÁÐ
Ef pabbi þinn og mamma rífast oft og harkalega skaltu háttvíslega leggja til að þau leiti sér hjálpar.
VISSIR ÞÚ . . .?
Fólk er stundum ósammála jafnvel þótt það elski hvort annað.
HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?
Þegar foreldrar mínir byrja að rífast ætla ég að ․․․․․
Ef foreldrar mínir biðja mig um að taka afstöðu með öðru hvoru þeirra ætla ég að segja ․․․․․
Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․
HVAÐ FINNST ÞÉR?
● Af hverju rífast sumir foreldrar?
● Hvers vegna berð þú ekki ábyrgð á vandamálum foreldra þinna?
● Hvaða geturðu lært af hegðun foreldra þinna?
[Innskot á bls. 201]
„Þegar ég gerði mér grein fyrir því að foreldrar mínir eru ekki fullkomnir og þurfa að kljást við vandamál alveg eins og ég, hjálpaði það mér að þola rifrildi þeirra.“ — Kathy
[Rammi/mynd á bls. 206, 207]
hvað ef foreldrar mínir skilja?
Ef foreldrar þínir skilja hvernig geturðu þá hegðað þér viturlega þrátt fyrir sársaukann sem nístir þig hið innra? Hugleiddu eftirfarandi tillögur:
● Gerðu þér ekki of miklar væntingar. Fyrstu viðbrögð þín gætu verið að reyna að koma foreldrum þínum aftur saman. Anna segir: „Eftir að foreldrar mínir skildu fórum við samt stundum eitthvað saman sem fjölskylda. Þá hvísluðum við systurnar hvor að annarri: ,Hlaupum á undan og skiljum þau tvö eftir.‘ En það virkaði greinilega ekki. Þau tóku aldrei saman aftur.“
Í Orðskviðunum 13:12 segir: „Langdregin eftirvænting gjörir hjartað sjúkt.“ (Biblían 1981) Til að verða ekki of niðurdregin(n) skaltu muna að þú getur ekki stjórnað því hvað foreldrar þínir gera. Það var ekki þér að kenna að þau skildu og að öllum líkindum getur þú ekki heldur gripið inn í og lagað hjónaband þeirra. — Orðskviðirnir 26:17.
● Ekki ala á hatri. Það getur valdið þér varanlegum skaða að ala á hatri í garð annars eða beggja foreldra þinna. Tom minnist þess hvernig honum leið þegar hann var 12 ára: „Ég fór að finna til mikillar reiði í garð pabba míns. Ég vil ekki nota orðið ,hatur‘ en ég fann til mikillar gremju gagnvart honum. Ég var viss um að honum þætti ekki vænt um okkur fyrst hann fór frá okkur.“
Í skilnaðarmálum er það sjaldnast þannig að annað foreldrið sé alsaklaust og hitt beri alla sökina. Staðreyndin er sú að sennilega hafa foreldrar þínir ekki sagt þér allt um hjónaband sitt eða ástæðurnar fyrir skilnaðinum. Þau skilja það kannski ekki einu sinni sjálf. Varastu því að fella dóm í málinu þar sem þú sérð ekki heildarmyndina. (Orðskviðirnir 18:13) Vissulega getur verið erfitt að vinna bug á reiði og það er alveg eðlilegt að þér líði stundum illa. En ef þú elur á reiði og heift getur það smám saman haft skaðleg áhrif á persónuleika þinn. Það er góð ástæða fyrir því að Biblían segir: „Lát af reiði, slepp heiftinni.“ — Sálmur 37:8.
● Vertu raunsæ(r). Sumir unglingar fara hins vegar út í þær öfgar að setja foreldrið, sem býr ekki á heimilinu, á stall. Einn strákur átti til dæmis pabba sem var alkóhólisti og hélt oft framhjá mömmu hans. Pabbinn yfirgaf fjölskylduna ítrekað og fór loks fram á skilnað. En einhverra hluta vegna minnist strákurinn þess samt að hafa næstum dýrkað pabba sinn.
Slík aðdáun er ekki óalgeng. Í einu landi búa um 90 prósent skilnaðarbarna hjá mæðrum sínum en heimsækja feður sína reglulega. Mamman er því oft ábyrg fyrir daglegri umönnun barnanna — þar á meðal að veita aga. Og þrátt fyrir barnameðlög versnar fjárhagsstaða móðurinnar yfirleitt eftir skilnaðinn. Á hinn bóginn gæti efnahagur föðurins batnað. Niðurstaðan verður því þessi: Þegar maður heimsækir pabba fær maður gjafir og hefur það skemmtilegt. Hjá mömmu er alltaf verið að spara og segja manni hvað maður á að gera og hvað maður á ekki að gera. Því miður hafa sumir unglingar jafnvel yfirgefið foreldri, sem tilbiður Jehóva, til að búa með efnameira og undanlátsamara foreldri sem er ekki í trúnni. — Orðskviðirnir 19:4.
Ef þér finnst freistandi að taka slíka ákvörðun skaltu hugleiða hvernig þú forgangsraðar. Mundu að þú þarft á siðferðilegri leiðsögn og aga að halda. Ekkert annað sem foreldrið gefur þér hefur eins varanleg áhrif á persónuleika þinn og lífsgæði. — Orðskviðirnir 4:13.
[Mynd á bls. 202, 203]
Unglingur, sem segir foreldrum sínum hvernig þeir eigi að leysa ágreining, er eins og farþegi sem segir flugmönnunum hvernig þeir eigi að fljúga flugvélinni.