Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrirmynd — Davíð

Fyrirmynd — Davíð

Fyrirmynd — Davíð

Davíð hefur mjög gaman af tónlist. Hann er hæfileikaríkur tónlistarmaður og ljóðskáld. Hann býr jafnvel til sín eigin hljóðfæri. (2. Kroníkubók 7:6) Davíð er svo fær að konungur Ísraels biður hann um að spila fyrir konungshirðina. (1. Samúelsbók 16:15-23) Davíð þiggur boðið. En hann verður hvorki hrokafullur né leyfir tónlistinni að verða aðalatriðið í lífi sínu. Hann notar hæfileika sína öllu heldur til að lofa Jehóva.

Hefur þú gaman af tónlist? Þótt þú sért ekki hæfileikaríkur tónlistarmaður geturðu samt líkt eftir Davíð. Hvernig? Með því að láta tónlist hvorki verða aðalatriðið í lífinu né fá þig til að hugsa eða hegða þér þannig að þú vanheiðrir Guð. Notaðu tónlist frekar til að krydda tilveruna. Hæfileikinn til að búa til tónlist og njóta hennar er gjöf frá Guði. (Jakobsbréfið 1:17) Davíð notaði þessa gjöf á þann hátt að það gladdi Jehóva. Ætlar þú að gera hið sama?