Hvernig get ég varið mig í skólanum?
KAFLI 14
Hvernig get ég varið mig í skólanum?
Rétt eða rangt . . .
1. Einelti felur bara í sér líkamlegt ofbeldi.
□ Rétt
□ Rangt
2. Kynferðisleg áreitni felur alltaf í sér líkamlega snertingu.
□ Rétt
□ Rangt
3. Stelpur geta líka áreitt aðra og lagt í einelti.
□ Rétt
□ Rangt
4. Ef þú verður fyrir einelti eða kynferðislegri áreitni geturðu ekkert gert í málinu.
□ Rétt
□ Rangt
MILLJÓNIR unglinga verða fyrir einelti í skóla og upplifa daglegan ótta. „Ferðin með skólabílnum var algjör martröð. Hún tók bara korter en virtist standa yfir í margar klukkustundir. Pyndarar mínir byrjuðu á að uppnefna mig og stríða mér en fóru svo að beita mig líkamlegu ofbeldi,“ segir unglingur sem heitir Ryan. Aðrir unglingar verða fyrir kynferðislegri áreitni. „Vinsæll strákur króaði mig af á skólaganginum og fór að snerta mig á óviðeigandi hátt,“ segir Aníta sem er ung að aldri. „Það virkaði ekki að biðja hann kurteislega um að koma ekki við mig. Hann hélt að ég meinti það ekki í alvöru.“
Sumir unglingar verða jafnvel fyrir árásum bekkjarfélaga á Netinu. Verður þú fyrir einelti eða áreitni? Ef svo er hvað geturðu gert í málinu? Heilmikið! En fyrst skulum við aðskilja ranghugmyndir frá raunveruleikanum með því að skoða svörin við fullyrðingunum í byrjun kaflans.
1. Rangt. Flestir sem leggja aðra í einelti nota munninn en ekki hnefana. Hótanir, kaldhæðni, móðganir og háð getur flokkast undir einelti.
2. Rangt. Jafnvel „hrós“ með kynferðislegu ívafi, klúr brandari eða daðrandi augnaráð getur verið kynferðisleg áreitni.
3. Rétt. Bæði stelpur og strákar geta áreitt aðra og lagt þá í einelti.
4. Rangt. Þú getur gert eitthvað til að stöðva eineltið eða áreitnina. Við skulum skoða hvernig.
Að sigrast á einelti án þess að nota hnefana
Sumir sem leggja aðra í einelti vilja ögra þeim til að sjá Prédikarinn 7:9) Staðreyndin er sú að ef maður ,geldur illt fyrir illt‘ gæti það verið eins og að hella olíu á eldinn og ýtt undir fleiri vandamál. (Rómverjabréfið 12:17) En hvernig geturðu þá sigrast á einelti án þess að nota hnefana?
hvernig þeir bregðast við. En í Biblíunni er að finna þetta viturlega ráð: „Vertu ekki auðreittur til reiði.“ (Ekki bregðast of hart við. Ef einhver hæðist að þér bara til að vera fyndinn skaltu reyna að hlæja að því í stað þess að móðgast. „Stundum er þetta bara spurning um að taka ögrandi athugasemdum ekki of alvarlega,“ segir strákur sem heitir Elías. Ef sá sem leggur þig í einelti sér að orð hans hafa lítil áhrif gæti það orðið til þess að hann hætti að ögra þér.
Sýndu mildi. Í Biblíunni segir: „Mildilegt svar stöðvar bræði.“ (Orðskviðirnir 15:1) Vingjarnlegt svar er það síðasta sem eineltisseggurinn býst við að heyra og það gæti mildað þrúgandi andrúmsloft. Að sjálfsögðu kostar það sjálfstjórn að halda stillingu sinni þegar einhver ræðst að manni en það er alltaf viturlegt. Í Orðskviðunum 29:11 segir: „Heimskinginn eys út allri reiði sinni en vitur maður hefur stjórn á henni.“ Mildi er merki um styrkleika. Sá sem er mildur lætur ekki auðveldlega slá sig út af laginu. En sá sem leggur aðra í einelti er oft óöruggur, pirraður eða jafnvel örvæntingarfullur. Það er góð ástæða fyrir því að í Biblíunni segir: „Sá sem er seinn til reiði er betri en kappi.“ — Orðskviðirnir 16:32.
Verndaðu þig. Ef aðstæður virðast ætla að fara úr böndunum gætirðu þurft að finna „flóttaleið“. Í Biblíunni segir: „Lát því af þrætunni, áður en rifrildi hefst.“ (Orðskviðirnir 17:14, Biblían 1981) Ef ofbeldi virðist vera á næsta leiti skaltu ganga eða hlaupa í burtu. Ef þú kemst ekki undan gætirðu þurft að verja þig fyrir ofbeldinu eftir fremsta megni.
Segðu frá. Foreldrar þínir eiga rétt á að vita hvað sé í gangi. Þeir geta líka gefið þér góð ráð. Þeir gætu til dæmis hvatt þig til að ræða málið við starfsmann skólans, til dæmis umsjónarkennara eða námsráðgjafa. Þú getur treyst því að foreldrar þínir og starfsmenn skólans séu þagmælskir svo að þú lendir ekki í frekari vandræðum.
Kjarninn er sá að eineltisseggur getur ekki unnið ef þú neitar að spila með. Láttu því ekki reiðina hlaupa með þig í gönur. Reyndu að stýra aðstæðum með því að nýta þér leiðbeiningarnar hér að ofan.
Að berjast gegn kynferðislegri áreitni
Ef þú verður fyrir kynferðislegri áreitni hefurðu fulla ástæðu til að finna til reiði. En spurningin er, hvað geturðu gert í málinu? Heilmikið! Hér eru nokkrar tillögur.
Hafnaðu staðfastlega kynferðislegum umleitunum. Sá sem áreitir þig gæti haldið að veiklulegt nei þýði eiginlega já — allavega kannski — nema þú sannfærir hann um annað. Láttu því nei þýða nei. (Matteus 5:37) Ef þú flissar eða gerir þér upp feimni, jafnvel þótt það sé af því að þú ferð hjá þér, getur það sent röng skilaboð. Vertu ákveðin(n) og afdráttarlaus. Það er besta vörnin!
Láttu heyrast í þér. Aníta segir um strákinn sem áreitti hana: „Ég varð að gera hann vandræðalegan fyrir framan vini
hans með því að hrópa hátt: ,EKKI snerta mig svona!‘“ Hver var árangurinn? „Allir vinir hans hlógu að honum. Hann var mjög kuldalegur um tíma en nokkrum dögum seinna baðst hann afsökunar og varði mig jafnvel þegar einhver annar reyndi að abbast upp á mig.“Ef orð virka ekki skaltu labba í burtu, eða jafnvel hlaupa. En ef þú kemst ekki í burtu hefurðu fullan rétt á að verja þig gegn áreitni. (5. Mósebók 22:25-27) Stelpa nokkur, sem er vottur, segir: „Einu sinni þegar strákur reyndi að grípa í mig, kýldi ég hann eins fast og ég gat og hljóp síðan í burtu!“
Segðu frá. „Það þurfti ég að gera að lokum,“ viðurkennir Adrienne sem er 16 ára. „Ég bað foreldra mína um ráð þegar strákur, sem ég leit á sem góðan vin, lét mig ekki í friði. Því meira sem ég mótmælti þeim mun ágengari varð hann, rétt eins og þetta væri einhver leikur.“ Foreldrar Adrienne
gáfu henni góð ráð sem hjálpuðu henni að leysa vandann. Foreldrar þínir geta örugglega hjálpað þér líka.Það er ekkert grín að berjast gegn einelti eða kynferðislegri áreitni. En mundu ávallt þetta: Kristnir unglingar þurfa hvorki að vera hjálparvana fórnarlömb eineltisseggja né láta ginnast af kynferðislegri áreitni eða umbera hana. Með því að nýta þér ráðin sem hér hafa verið nefnd geturðu sigrast á þessum erfiðleikum.
LESTU MEIRA UM ÞETTA EFNI Í KAFLA 19 Í 1. BINDI BÓKARINNAR
Hópþrýstingur er eitt sterkasta afl sem unglingar mæta. Lærðu að standast þennan þrýsting af öryggi.
LYKILRITNINGARSTAÐUR
„Hafið frið við alla menn að því leyti sem það er unnt og á ykkar valdi.“ — Rómverjabréfið 12:18.
RÁÐ
Ef einhver leggur þig í einelti skaltu sýna ákveðni en ekki árásargirni. Segðu viðkomandi staðfastlega að hætta. Gakktu rólega í burtu. Ef eineltið heldur áfram skaltu segja frá því.
VISSIR ÞÚ . . .?
Það getur verið hættulegt að klæða sig á svipaðan hátt og ákveðin klíka eða gengi. Fyrrverandi klíkumeðlimur segir: „Ef einhver sem var ekki í klíkunni klæddi sig eins og við varð hann að öllum líkindum skotmark. Annaðhvort var hann látinn ganga í klíkuna eða hann var barinn.“
HVAÐ ÆTLA ÉG AÐ GERA?
Ef einhver reynir að móðga mig eða ögra mér ætla ég að ․․․․․
Til að forðast að kalla á vandræði ætla ég að ․․․․․
Það sem mig langar til að spyrja foreldra mína um ․․․․․
HVAÐ FINNST ÞÉR?
● Hvernig geturðu sýnt meira sjálfsöryggi og stillingu til að minnka líkurnar á því að verða fyrir einelti?
● Hvað geturðu gert ef þú verður fyrir kynferðislegri áreitni? (Ímyndaðu þér nokkrar algengar aðstæður og hvernig þú getur brugðist við.)
● Af hverju ættirðu að líta alvarlegum augum á kynferðislega áreitni?
[Innskot á bls. 123]
„Ef maður veit að það á eftir að verða slagur verður maður að halda sig fjarri og fara heim. Sumir fylgjast með og þá lenda þeir í vandræðum.“ — Jairo
[Rammi á bls. 125]
Hvernig geturðu komið í veg fyrir kynferðislega áreitni?
Daðraðu ekki. Daður býður upp áreitni. Í Biblíunni er spurt: „Getur nokkur borið svo eld í barmi sínum, að föt hans sviðni ekki?“ (Orðskviðirnir 6:27, Biblían 1981) Staðreyndin er sú að ef þú daðrar ertu að leika þér að eldinum.
Vandaðu vinavalið. Fólk gerir ráð fyrir því að þú hafir sömu gildi og vinir þínir. Stelpa, sem heitir Carla, segir: „Ef maður umgengst þá sem hafa gaman af klúrum ummælum eða líkar athyglin verður maður líka fyrir áreitni.“ — 1. Korintubréf 15:33.
Gættu að því hvernig þú klæðir þig. Ósiðlegur klæðaburður gefur skýr skilaboð um að þú viljir fá athygli frá hinu kyninu — og þú munt fá hana. — Galatabréfið 6:7.
Ekki fela það að þú sért vottur. Ef þú felur það hefur enginn ástæðu til að ætla að þú lifir eftir meginreglum Biblíunnar. — Matteus 5:15, 16.
[Mynd á bls. 124]
Að reiðast háðsglósum þeirra sem leggja þig í einelti er eins og að kasta olíu á eld.
[Mynd á bls. 127]
Segðu þeim sem beitir þig kynferðislegri áreitni að láta þig í friði!