Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Heimavígstöðvarnar: Umgengni við fjölskylduna

Heimavígstöðvarnar: Umgengni við fjölskylduna

1. hluti

Heimavígstöðvarnar: Umgengni við fjölskylduna

Heima er best.“ Þetta kunna máltæki túlkar viðhorf sem virðist algerlega glatað og úrelt nú á dögum. Á mörgum heimilum er ófriðurinn slíkur að þau eru einna líkust vígvelli. Flestar tilraunir til að semja um vopnahlé renna út í sandinn af því að fólk getur alls ekki ræðst við eða skipst á skoðunum.

Viltu ekki heldur að heimilið sé griðastaður en ófriðarbæli? Vissulega verða aðrir í fjölskyldunni að gera sitt, en með því að fara eftir fáeinum meginreglum Biblíunnar geturðu sjálfur átt drjúgan þátt í að gera heimilið friðsælt.