Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Ávöxtur andans“

„Ávöxtur andans“

Söngur 163

„Ávöxtur andans“

(Galatabréfið 5:22, 23)

1. Guðs heilagur andi mjög hýrgar

og hollur er ávöxtur hans.

Ef Guð þannig getum við heiðrað

að gjöf fáum eilífan krans.

Við kærleikann hverja stund sýnum,

þann kærleik sem trúr er og hreinn.

Og reynum að glæða þá gleði

sem græðir og spillir ei neinn.

2. Guðs frið gerum að okkar eigin

þá einingar njótum við hér.

Og langlyndis líka er krafist,

það lykill að þolgæði er.

Af gæskunni góð eru áhrif,

hún gæðir menn sannleikans þrá.

En góðvildin mátt okkar glæðir

svo Guðs vilja segjum við frá.

3. En ávexti góða trú eflir

og eykur þér dirfskunnar hug.

Og mikil gjöf líka er mildi,

hún meinsemdum vísar á bug.

Loks skulum við skrýðast öll sjálfstjórn,

hún skilyrði blessunar er.

Ef ávexti andans við ræktum

Guðs elska til okkar ei þverr.