Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ávöxtur andans, góðvild

Ávöxtur andans, góðvild

Söngur 95

Ávöxtur andans, góðvild

(Galatabréfið 5:22)

1. Guð Jehóva drottnandi eilífur er,

hann ímynd er góðvildar sem aldrei þverr.

Í miskunn hann sendi því soninn á jörð,

þá syndanna uppgjöf var kærleiksrík gjörð.

2. Og góðvild hans gefur nú mönnunum mátt

að mega nú losna við falstrúar hátt.

Og guðlega ljósið það geislar á slóð

svo gott frá því illa nú greini hans þjóð.

3. Þá góðvild Guðs sýnum og miðlum til manns,

það merkir að við ræktum ávöxtinn hans.

Í hreinleika, örlæti eigum við von

ef alltaf við treystum á Guð og hans son.

4. En hvernig má góðvildar glæða hér sess?

Starf Guðs ásamt námi og bæn sér til þess.

Ei vanrækja safnaðar samkomur má,

með samstarfi þjálfun í góðvild má fá.