Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Ávöxtur sjálfstjórnar

Ávöxtur sjálfstjórnar

Söngur 124

Ávöxtur sjálfstjórnar

(Galatabréfið 5:23)

1. Ó, vottur, haltu vörð um sál

og virtu trú og rétt.

Með sjálfstjórn varast synda tál,

þú sigrar þrautir létt.

2. Að kristnu lífi keppum nú

og kærleik sérhvern dag,

án synda og í sannri trú

því sjálfstjórn bætir hag.

3. En holdið má ei hafa ráð,

við heftum girndir því.

Hið sanna líf er sífellt háð

að sjálfstjórn lifum í.

4. Á reynslustund á ró er þörf

og reisn í sárri þraut.

Nú staðföst öll við stöndum djörf

og stefnum rétta braut.