Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Ég vil“

„Ég vil“

Söngur 156

„Ég vil“

(Lúkas 5:13)

1. Okkur sýndi sonur Guðs ást,

ekkert slíkt fyrr á jörðu sást.

Hann fékk mönnum sem þrá allan sannleik að sjá,

Drottins sannleika aldrei hann brást.

Mikla huggun fólkið þá fann,

alla fötlun læknaði hann.

Sínu umboði æ gerði góð skil

og hann ástríkur sagði: „Ég vil.“

2. Trúr og hygginn þjónn ávallt hér

okkur hjálpar, gjöf Guðs hann er.

Honum berjumst við hlið, trúna boðum og frið

til að bjarga þeim þurfandi hér.

Þeir að sönnu sjá það svo vel

að við sýnum kærleikans þel.

En ef þurfandi leitaði þín til

mundir þú fljótur svara: „Ég vil“?

3. Okkur kærleiksþel til Guðs knýr

til að kenna þolgóð og skír

þeim sem vansælir þrá sanna von hér að fá,

glæða viljum gott sem í þeim býr.

Mikil gleði gjöfin er sú

er þeir Guðs orð skilja af trú.

Sjálfir gera svo starfinu góð skil

því að glaðir við sögðum: „Ég vil.“