Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Önnumst óstyrka

Önnumst óstyrka

Söngur 116

Önnumst óstyrka

(Postulasagan 20:35)

1. Víst er margt um veikleika,

veikt er mannsins hold.

Velviljað er viðmót Guðs,

veit við erum mold.

Miskunn hans metum við,

mönnum vill veita grið.

Líkjum eftir elsku hans

út um alla fold.

2. Frekar en að fordæma,

festum hug á því.

Oftast meir má ávinna

ef við erum hlý.

Uppörvun ástundum,

elsku Guðs ígrundum.

Ef við aðstoð færum

fljótt fá menn styrk á ný.

3. ‚Veikur ég með veikum er,‘

viðhorf Páls það var.

Finnum til með þeim er þjást,

þarfnast samúðar.

Stælum þá sterkari,

styðjum þá veikari.

Sitt blóð Kristur sjálfur gaf,

syndir þeirra bar.

4. Skýr frá Guði skipun er,

skjól við getum veitt.

Hjálp í sannleik veitum vel,

visku er þá beitt.

Öll erum við Guðs verk,

verum því djörf og sterk.

Áfram veika aðstoðum,

elskum bræður heitt.