Þá verður ljóst
Söngur 112
Þá verður ljóst
1. Óvinir nafn þitt aldrei hafa virt,
á helgum stað þeir lygar hafa birt.
Senn mun þó Kristur sýna réttinn þinn,
Satan og veldi hans fær endi sinn.
(Viðlag)
2. Birginn, þér, Satan býður á sinn hátt,
bráðlega sýnir þú þinn mikla mátt.
Hersveit hans ferst við Harmagedóns völl,
héðan mun kúgunin þá hverfa öll.
(Viðlag)
3. Hógværum gefa’ ei hrokafullir grið,
halda í vald sitt, ætíð streitast við.
Brýtur Guðs sterki armur þeirra ok,
í Harmagedón fá sín endalok.
(VIÐLAG)
Þá verður ljóst að þú, Jah Guð, ert æðstur,
þá verður ljóst hver sannur er og hreinn.
Öllum mun ljóst, já, allri þinni sköpun,
áformum þínum breytir ekki neinn.