Þökkum gæsku Guðs
Söngur 152
Þökkum gæsku Guðs
1. Hvílíkt djúp er þekking Drottins,
viskan dvelur honum hjá.
Enginn rekur Drottins dóma
né má dulinn veg hans sjá.
Hverjir gáfu hollráð honum
eða hafa styrkt hans vald
svo hann skuldi þægð og þakkir,
veita þurfi endurgjald?
2. Fyrir samúð Guðs og gæsku
honum gefum þakkir mjög.
Líf og limi helgum honum,
sýnum hlýðni við hans lög.
Við sem Guði vildum vígjast
efna viljum loforð hvert,
sem við Guði höfum gefið,
allt sé gert sem lofs er vert.
3. Vegum heimsins trúföst höfnum,
gerum hugarfarið nýtt,
þá í styrku andans afli
sönn trú okkur getur prýtt.
Ávallt Guð um blessun biðjum,
Drottni bljúgir þjónum við,
sýnum elsku hverjir öðrum,
náð Guðs öðlumst þá og frið.