Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Að öðlast vináttu Jehóva

Að öðlast vináttu Jehóva

Söngur 217

Að öðlast vináttu Jehóva

(Sálmur 15:1, 2)

1. Hver mun, Guð Jehóva, nú verða vinur þinn?

Hver fær að vingast við þig, ganga’ í þína tjaldbúð inn?

Það saklaus þjónn Guðs má, sem Drottin dýrkar þá,

sá er af djörfu hjarta sannleik talar mun því ná.

Hver vinskap, Jehóva, þinn hlýtur hlýjan nú?

Hver mun á helgu fjalli búa þar sem ríkir þú?

Sá er orð munns síns vó, ei mælti róg og málstað rangan ei dró.

(Viðlag)

2. Hver dvelur, Jehóva, um eilíf ár hjá þér?

Hver vinskap öðlast þinn og í hinn helga bústað fer?

Orð Drottins heldur sá, þótt muni hann illt sjá,

og stundar heiðarleik og gyrðir sig með sannleik þá.

Öll vinskap, Jehóva, við þráum þinn svo heitt,

skýrt sýnir þitt orð hvers þú krefst og hvernig því sé beitt.

Og boð þín aldrei skert, við iðkum hvert, svo okkar vinur þú sért.

(Viðlag)

3. Öll bústað, Jehóva, með þökkum þiggjum hér,

því friður þinn, Guð, yfir hverja hugsun hafinn er.

Þú greiddir lausnargjald og Jesú ljáðir vald.

Þeim fjölgar látlaust nú sem gista Drottins helga tjald.

Svo, okkar eini Guð, þinn vinskap verndum við,

um eilífð veljum við þá einu braut sem tryggir grið.

Sameinað er Guðs lið við okkar hlið og á hans fjalli fær frið.

(VIÐLAG)

Jehóva lofum við sem vinir við hans hlið.