Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Að fylgja lífsvegi Guðs

Að fylgja lífsvegi Guðs

Söngur 214

Að fylgja lífsvegi Guðs

(Orðskviðirnir 9:10, 11)

1. Lofum þær gjafir sem lausnarinn veitir,

lífið er Guðs gjöf svo notum það rétt.

Þjónn hver þér Jehóva hollustu heitir,

hylli hann veginn með gleðjandi frétt.

2. Þig ber að elska og óttast af hjarta,

öðlast þá visku og þekkingar ráð.

Lesa og skyggnast í lögmálið bjarta,

leið þína feta með guðlegri náð.

3. Líf hefur tilgang og trúna Guð vekur,

tryggur hans sonur hér lífsveginn bauð.

Virðum ei heiminn sem viskuna hrekur,

vitum að gjafmildir fá sannan auð.

4. Hjálpa nú, Drottinn, að helga þín fræði,

helst þegar ríki þitt nálgast nú fer.

Auðmjúkum bjóðum hið andlega fæði,

endurreist tilbeiðslan sanna er hér.