Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Að sigra heiminn

Að sigra heiminn

Söngur 3

Að sigra heiminn

(Jóhannes 16:33)

1. Hefjum göngu sigursveitir,

kraftinn sýnir Jah Guð trúr,

sigurorð hann ávallt veitir,

leysir okkur fjötrum úr.

Þótt við mætum hatri hörðu

boðum háleit Drottins orð.

Vinnum sigur svo á jörðu,

fram við sækjum nú á storð.

2. Hér í veröld þrenging þreyjum,

verum þolin, munum það.

Langlynd allan sannleik segjum,

‚hreysti sýnið,‘ Jesús kvað.

Sigur öll við unnið getum,

stríðið er Guðs eigið mál.

Guð mun berjast, mátt hans metum,

illum mætir dómsins bál.

3. Heiminn sjálfan sigrað getum

fyrir sonarfórn og rétt.

Þjónar hollir honum verum,

ríkið himneskt er nú sett.

Líkjum eftir okkar vini,

þannig einnig sigra má.

Fylgjum Drottins dáða syni,

launin dýrmæt öðlumst þá.