Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Bæn þjóns Guðs

Bæn þjóns Guðs

Söngur 88

Bæn þjóns Guðs

(Jakobsbréfið 3:17)

1. Himnafaðir, herra stór,

hylli menn þitt nafn í kór.

Ást og miskunn alla tíð

oss mun vernda ár og síð.

Oss þín miskunn ár og síð

ástrík verndar alla tíð.

2. Er vér staðföst þjónum þér

þinnar kennslu njótum hér.

Þín boð sífellt þökkum vér,

þínum sauðum sinnum hér.

Þínum sauðum sinnum hér,

þín boð sífellt þökkum vér.

3. Visku þína veittu nú,

vægin er, svo mild og trú.

Megum þroska miskunn vér,

mannúð er vér þjónum þér.

Mannúð er vér þjónum þér,

megum þroska miskunn vér.

4. Víkjum aldrei verki frá,

vöxtur hjartað gleðja má.

Alltaf verði vor bæn sú,

vaxi ríkisvald þitt nú.

Vaxi ríkisvald þitt nú

alltaf verði bæn vor sú.