Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Bók Guðs er fjársjóður

Bók Guðs er fjársjóður

Söngur 180

Bók Guðs er fjársjóður

(Orðskviðirnir 2:1)

1. Sú bók er til sem ber á mörgum blöðum

Guðs boð um frið og von til manna hér,

svo kröftug er og viska hennar voldug,

hún veitir „dauðum“ líf, ljós „blindra“ er.

En bókin sú er Biblía þín, Drottinn.

Þann boðskap menn, sem elskuðu Guð sinn,

á tíma fornum tóku þeir að skrifa

og til þess knúði helgur andi þinn.

2. Um upphaf lífs þeir sanna skráðu sögu

er sýnir hversu máttur Guðs er vís.

Hún segir manninn fullkominn í fyrstu

og fyrir hvað hann missti paradís.

Hún segir einnig sögu’ um engil nokkurn

er snerist gegn Jehóva Guði þá.

Sú ögrun vakti synd og margar sorgir

en sigur bráðum Jehóva mun fá.

3. Við lifum nú á gleðitímum góðum,

stjórn Guðs er fædd og ríkið stendur glæst.

Í dag Jehóva færir mönnum frelsun

og fagnar þeim sem við hann hafa sæst.

En bók hans þessar gleðifréttir geymir

sem gulli betri eru af hans náð.

Von hennar yfir visku manns er hafin

því hún er mesta saga sem er skráð.