Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Bjóðið konunginn velkominn!

Bjóðið konunginn velkominn!

Söngur 176

Bjóðið konunginn velkominn!

(Sálmur 24:7)

1. Nú tími er kominn að tilkynna öllum

að taka með fögnuði þeim sem allt á.

Því Guð og kær sonurinn safna nú þjóðum,

ómar sigursöngur engla tignum háloftunum frá.

Þér öldnu dyr hefjið svo höfuð og fagnið

svo hetjan, Guð Jehóva, gangi þar inn.

Já, tími er kominn að takmark það náist

að taki um þúsund ár vald sonur þinn.

Sem Messías Guðsríkis máttinn þá sýnir,

hins maklega valds nýtur þá allur heimurinn.

2. Og hæstur er Jehóva, himneski faðir,

sem hefur veitt ríki til eilífðar hér.

Hann verðskuldar þakkir og virðingu sanna,

ætíð verjum fagran málstað okkar konungs einn og hver.

Svo lyftið þér hlið yðar höfðum við fréttir,

og hyllum í söng stjórn Guðs sem um var spáð.

Í stríðinu Jehóva stöðvar ei nokkur,

nú stöðugt við hlustum og lofum hans náð.

Hann alla þá blessar sem auðsýna tryggðir,

við auðmjúk bjóðum velkomna Guðs stjórn og hans ráð.