Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Blessaðu bræðrafélagið

Blessaðu bræðrafélagið

Söngur 18

Blessaðu bræðrafélagið

(1. Pétursbréf 2:17)

1. Son Guðs kennslu góða

af gæsku lét menn fá.

Hann færði þeim frið Guðs

sem fræðslu mátu þá.

Að bróðurelsku beindi hug,

hann besta gjöfin var.

Hann fordæmi í elsku er

með auðmjúkt hugarfar.

(Viðlag)

2. Þeir gjafmildu gleðjast

og geyma orðin hrein.

Því boðin hans blessuð,

þau bæta manna mein.

Og lærisveina langar nú

að líkjast Kristi mest.

Þeir glaðir kynna góða frétt

og gott til þeirra sést.

(Viðlag)

3. Þeim fréttir skal flytja

sem fagnar ríki nú

og stunda vill stefnu

sem styður hreina trú.

Við hjálpum fólki’ að hefja leit

á hinstu endatíð.

Að finna bræðra friðarsal

og fagna með Guðs lýð.

(VIÐLAG)

Við lífshöfund lofum

með ljúfum þakkarbrag.

Faðir himna, herra Drottinn,

þú hefur blessað bræðralag.