Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Boða orðið!

Boða orðið!

Söngur 162

Boða orðið!

(2. Tímóteusarbréf 4:2)

1. ‚Boða orðið‘ er Guðs vilji

fyrir allan votta fans.

Vill að tímans tákn þeir skilji

svo þeir taki skipun hans.

‚Boða orðið‘ áfram haltu,

mildir aðstoð þurfa’ að fá.

Menn því aldrei óttast skaltu,

þá um allt mun boð Guðs ná.

2. ‚Boða orðið‘ öllum stundum,

fús þú ávallt miðlir því.

Það er gagnlegt ef við grundum

vonar gæði sönn og hlý.

‚Boða orðið‘ alla tíma,

standið andstöðunni gegn.

Vertu trúr, þig legg í líma,

traust þú lærir sem Guðs þegn.

3. ‚Boða orðið‘ alla daga

svo að allir heyri það.

Illskan vex, það sýnir saga,

endi senn er komið að.

Boðun orðsins frelsun færir

þeim er fagna sannleiksraust.

Boðun orðsins nýja nærir,

á Guðs nafn þeir setja traust.