Boðið hinn eilífa fagnaðarboðskap
Söngur 6
Boðið hinn eilífa fagnaðarboðskap
1. Með hraða flýgur engill Guðs um allan heim
og eilífan hann sannleik ber um himingeim.
Hann segir: „Óttist Drottin Guð og dáið hann,
já, dýrkið einan Jehóva Guð, skaparann.“
Því dómsvald hans til baráttunnar búið er
og brátt hann sínum andstæðingum eyða fer.
En boðberar hans kikna ei né kvíði slær,
þeir kynna boðskap Guðs með djörfung fjær og nær.
2. Hvað boðar mönnum öllum annar engill hátt,
að í því vottar Jehóva nú taki þátt?
Hann segir: „Skækjan Babýlon hún blóðsek er
og bráðum eyðilegging yfir hana fer.“
Því flytjum við nú skipun Drottins skaparans
og skýrum hefndardag og helgum nafnið hans.
Á stórum akurfleti starfar fríður her
en fyrirliðinn engill Guðs á himni er.
3. Með englum himna sonur Guðs er sjálfur hér
og sekar þjóðir jarðarinnar dæma fer.
Í hlýðni lifið, illsku hatið, elskið gott
svo ætíð beri lífsstefnan guðsótta vott.
En okkur ber að kynna mönnum allt Guðs ráð,
um allan heiminn flytja orð um frið og náð.
Því hvetjum við sem lýður hans í tryggð og trú:
„Menn tilbiðji Guð Jehóva í gleði nú.“