Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs

Boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs

Söngur 151

Boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs

(Matteus 24:14)

1. Boðum fólki ríki Guðs sem Kristur forðum spáði um,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!

Störfum ákveðin og hugrökk, laus við fát og laus við fum,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!

Boðum götum á og hús úr húsi góðar fréttir trú,

það við gerum og með ritum öllum þjóðum nú.

Störfum gæskurík með færni, okkur fylgi blessun sú,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!

2. Boðum veisluna sem Jehóva mun fyrirbúnum fá,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!

Að þeir auðmjúku mjög fljótlega þann fögnuð muni sjá,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!

Berum fréttina um veislu þar sem flóir eðalvín,

úrvals fæða handa hungruðum þar aldrei dvín.

Boðum frétt um það er sérhvert andlit frjálst af gleði skín,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!

3. Boðum fréttirnar um gleðina sem fáanleg er nú,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!

Sá sem föðurinn á himni elskar fagni sannri trú,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!

Boðum mönnum það að réttlátir nú fengið geta frið,

góða frétt um það að Jehóva þeim leggi lið.

Boðum fús að það sé yndislegt að fagna við Guðs hlið,

boðum fagnaðarboðskap ríkis Guðs!