Boðum fagnaðarerindið um ríkið!
Söngur 193
Boðum fagnaðarerindið um ríkið!
1. Boðum fagnaðarerindi friðarins vel
og flytjum það þjóðum og löndum.
Kynnum einka nafn Jehóva um jarðar hvel
því upphafning þess ber að höndum.
(Viðlag)
2. Þar sem dagarnir versna þá verja sig þarf
frá veraldarvafstri og gjótum.
Settu Guðsríki efst og hans indæla starf
þá eilífan fjársjóð við hljótum.
(Viðlag)
3. Ef þér andstaða mætir á starfandi stund
þá styrk þína hugsun og grunda.
Að með alúð og háttvísi eflist þín lund,
þitt umboð til þjónustu stunda.
(VIÐLAG)
Já, greinum frá Guðsríki nú,
mildum gefum við visku og trú.
Tökum öll í því þátt, nafn Guðs áköllum hátt
og áköf að helgun þess vinnum.