Boðum hefndardag Jehóva
Söngur 189
Boðum hefndardag Jehóva
1. Í básúnur er blásið,
vítt berst sá hljómur tær.
Nú dómsins dagur færist
með degi hverjum nær.
Við boðum hann án hræðslu
þótt háði mætum þá.
Nú viðvörun skal veita
því völd Guð sjálfur á.
2. Sú orusta er alvalds
með einkasonar dáð
og endalokin örugg,
þau upphefja Guðs ráð.
Og svikatæki Satans
þar sundra engu má.
Guð þjálfar hug og hendur,
við hljótum sigur þá.
3. Guðs varðmenn boðin bera
svo berst um heiminn raust.
Hver sinnir sínu verki
og sýnir Guði traust.
Öll tákn um tímann vitna
að takmark nálgast fer.
Svo brýnust er nú boðun
sem bráðum lokið er.