Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Brauð af himni

Brauð af himni

Söngur 150

Brauð af himni

(Jóhannes 6:51)

1. Ó, faðir hæst á himni,

þín hátign söm er fyrr og nú.

Við helgum heilagt nafn þitt

og hyllum konungsvald þitt trú.

Sem ljúfur lýðsins hirðir

þú leiddir eigin þjóð.

Til bjargar bauðstu manna,

það brauð var sending góð.

Þú líkn svo þreyttum léðir

er lind var fram úr kletti gjörð.

Til landsins Kan’an leiddir

þá lifandi og hressa hjörð.

2. Það manna bar og merking

sem minnti einkason þinn á.

Úr kærri stöðu kom hann

að kaupa mannkyn syndum frá.

Það brauð er hann af himni,

fús holdið sitt hann gaf,

sú fórn var fyrir mannkyn

því frelsun hljótum af.

Við borðum af því brauði

er blessun Drottins færir senn,

já, alla okkar daga

sem óflekkaðir kristnir menn.

3. Það boð um brauð frá himni

við berum þeim er hungrar hér.

Og er við eygjum færi

því örlát miðlum eins og ber.

Við ritninganna rannsókn,

menn réttlæti Guðs sjá.

Svo hjálpræði þeir höndli

og hylli Drottins ná.

Svo eftir harða hildi

þá Harmagedón lokið er,

við lífsins föður lofum

með ljóðasöngvum ætíð hér.