Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Dýrkendur þínir prísa þig“

„Dýrkendur þínir prísa þig“

Söngur 223

„Dýrkendur þínir prísa þig“

(Sálmur 145:10)

1. Við jafnan viljum, Jehóva,

þig játa eitt og hvert

og sífellt aðra sannfæra

að konungur þú ert.

Þú hafinn ert svo hátt

og í helgidómi býrð.

Þín enginn rekur ráð,

öll verk þín róma sanna dýrð.

Nú trúir þjónar tjá þér söng

og túlka’ af hjarta óð.

Þeir sonum manna segja þá

frá sannleiks bjartri slóð.

2. Guð kaus sér eina kynslóð hér

að kynna vel sitt orð.

Sá hópur núna hann er til

sem helgar andans borð.

Sá þekkti trúi þjónn

núna þjálfar sauðahjörð.

Þeir fara stað úr stað

og hafa styrk frá Kristi’ á jörð.

Um verk þín trúir tala þeir

og tjá þitt helga mál.

Þeir flytja orðið, frægja þig,

því fagnar auðmjúk sál.

3. Og góður öllum Guð hann er,

það greinist vafalaust.

En fyrir Krist menn finna líf

og fá á Guði traust.

Í raunum reiðist seint,

þetta reiðum okkur á.

Við þökkum þessa náð,

hann dvelur þjónum sínum hjá.

Hann reisir þjáða, þreytta við

og þroskar hlýðni manns.

Fram berum fagurt bænamál

og blessum gæsku hans.