Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Eins og Jeremía

Eins og Jeremía

Söngur 70

Eins og Jeremía

(Jeremía 1:7, 18)

1. Er vilja Guðs við gerum,

mikla gleði finnum við.

Því skýli Guðs og skjöldur

okkur skapa ró og frið.

En heimur vonsku veldur,

um það vitnar heilög spá,

að þegar Drottni þjónum við

einnig þrenging munum fá.

2. En jafnvel fyrr á jörðu

fús þá Jeremía var

að stunda ungur starfið,

Drottin studdist hann við þar.

‚Þótt berjist bráðir gegn þér

og þótt beiti illsku þeir,

þig yfirbugað eigi fá

sértu eins og sterkur eir.‘

3. Um jarteikn Drottins jafnan

vitni Jeremía bar

og starfið jók hann stórum

þótt í stríði ætti þar.

Sem Jeremía járnsterk

treystum jafn vel Drottins náð.

Með djörfung vitnum einbeitt um

Drottins alheimsyfirráð.