Elska Guðs er trúföst
Söngur 114
Elska Guðs er trúföst
1. Trúföst Guðs elska er,
orði þessu fögnum hér.
Guð í kærleik gaf sinn son,
gróðursetti lausnarvon.
Okkur því er unnt að fá
eilíft líf sem allir þrá.
(Viðlag)
2. Trúföst Guðs elska er,
allt hans verk því vitni ber.
Kærleik okkur kynnti þá,
krýndi Jesú himni á
svo hann erfði sáttmálann,
sæluríkið hlyti hann.
(Viðlag)
3. Trúföst Guðs elska er,
aldrei friður hennar þverr.
Hann gaf okkur hygginn þjón,
honum veitti andans sjón.
Hann nafn Drottins hefur því,
helgun þess fær hlutdeild í.
(Viðlag)
4. Trúföst Guðs elska er,
ávöxt góðan alltaf ber.
Hjálpum mildum mönnum nú,
megi þeir svo öðlast trú.
Lýðum öllum ljós sé gjörð
líknsemd Guðs um alla jörð.
(VIÐLAG)
Þiggið allir þyrstir menn,
þetta lífsins vatn má fá.
Nægta sannleiks njótið enn,
náð Guðs þið skuluð sjá.