Friðurinn sem við njótum
Söngur 159
Friðurinn sem við njótum
1. Guðlaust kyn á hvergi frið,
kynnist engri ró.
Satans venjur semur við,
sundrung og ber róg.
Friður veitist fyrir Krist
frá Guðs hjálparlind,
fólk það sem er frelsisþyrst,
frelsar hann af synd.
2. Lofum Drottins líknarfrið,
lund hans sanngjörn er.
Styrjalda hann stöðvar klið,
styrkir eining hér.
Lítillátum vinur vænn
veitir Jesús dug.
Eftir stríð Guðs Kristur kænn
kennir friðar hug.
3. Aflagt höfum orðbragð ljótt,
óttann losnað við,
sniðla, plógjárn smíðað fljótt
svo við ættum frið.
Til að fá þann frið á jörð
fyrirgefa þarf.
Ástrík Drottins eina hjörð
iðkar trú sitt starf.
4. Ávöxt friðar aukum nú,
elskum réttlát verk.
Vitnar um Guð viskan sú,
verum bænasterk.
Friðsöm sannleik mælum með,
metum hann sem mest.
Fullkomnun brátt fáum séð,
friðarríkið best.