Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrirgefum hver öðrum

Fyrirgefum hver öðrum

Söngur 110

Fyrirgefum hver öðrum

(Efesusbréfið 4:32)

1. Gæskuríkur Guð í kærleik

greiddi dýrmætt lausnargjald,

einkason í sölur lagði,

sendur var sem traust og hald.

Er við iðrumst einlæglega

uppgjöf saka veitir hann,

nálgumst Guð í nafni Jesú

náðar hann þá syndarann.

2. Fyrirgefning fá menn aðeins

feti þeir slóð frelsarans,

þeir sem fúsir fyrirgefa

fá þá miskunn skaparans.

En við erum ófullkomin

oftlega því syndgum í

verkum eða orðum okkar

áfram þurfum miskunn því.

3. Okkar fyrirgefning getur

gert að engu sorg og hryggð.

Áfram sýnum milda miskunn,

mikil guðsgjöf er sú dyggð.

Ef við fúsir fyrirgefum

fullkomnast mun hjartalag.

Það er tákn um skýran skilning,

skapar frið í allra hag.

4. Fyrirgefning gjöfin besta

glæðum hana ætíð hér.

Hatri gegn hún gætir okkar,

gremju sem oft bitur er.

Er við fyrirgefum gjarnan

Guði föður líkjumst við,

endurspeglum elsku Drottins,

yndi hans að veita grið.