Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Fyrirmynd Guðs um kærleikann

Fyrirmynd Guðs um kærleikann

Söngur 89

Fyrirmynd Guðs um kærleikann

(1. Jóhannesarbréf 4:19)

1. Guð Jehóva ljúft sitt skipulag leiðir,

lýsir braut,

lífsins braut.

Hann mönnunum fús sitt fordæmi greiðir,

forðar frá þraut,

fjarlægir þraut.

Og eftir hans dæmi æ skulum líkja

því allsherjar Drottinn ávallt mun ríkja

og út af hans vegi má ekki víkja,

viskunnar braut,

af Guðs kærleiksbraut.

2. Ef fetum veg Guðs mun gæska til bræðra

gerast sterk,

hlý og sterk,

en hún er það afl sem öllu er æðra

og skapar verk,

kærleiksrík verk.

Við látum í einhug elskuna dafna,

með ástúð skal um allt missætti jafna,

þá Drottinn af elsku engum mun hafna,

eflum Guðs veg

sem kærleikur er.

3. Þú kærleikans Guð vilt sameining sinna,

sýnir náð,

mönnum náð.

Og skipulag þitt mun vakandi vinna,

veita þín ráð,

þín góðu ráð.

Nafn þitt lærir fólk er hjálpráð vill heyra

og hjálpaðu því að meðtaka meira

og flykkjast til þín nú fleira og fleira,

finna þinn veg

sem kærleikur er.