Gerum meira eins og Nasírear
Söngur 128
Gerum meira eins og Nasírear
1. Nasíreum gefum nú gætur,
getum við gert eins og þeir?
Útvaldir með einstökum hætti
unnið svo gætu þeir meir.
Skoðum nánar, skeiðið hratt líður,
skynsöm notum við hverja stund.
Sannan eldmóð auka viljum,
enn fremur fórnarlund.
2. Nasíreinn lifði mjög látlaust,
lét sér nægja einfalt líf.
Þannig voru þeir nærri Guði,
þráum við eins Drottins hlíf?
Heilagt verkið hömlur þeim setti,
höfðu þeir Guði gefið heit.
Margir núna meðal okkar
mynda hér slíka sveit.
3. Nasíreinn ólíkur öðrum,
aðgreiningartákn hann bar.
Undirgefinn í helgu starfi
og nærri Jehóva var.
Sama huga sýna hér allir
samstarfsmenn er Guðs kynna mál.
Trúr Guð blessar tryggðar verkin,
tendrar í hjörtum bál.
4. Nasírear fordæmi færðu,
fágaðir í heilagleik.
Líkjumst þeim og lifum öll flekklaus,
loforð Guðs aldrei þá sveik.
Reikna út og reiddu þig á hann,
réttlátur veitir hann þér lið.
Þeir sem fremst í flokki standa
finna nú gleði’ og frið.