„Glaðir í Drottni“
Söngur 186
„Glaðir í Drottni“
1. Með ávöxt andans, gleði Guðs,
ei glöp menn truflað fá.
En þessi gleði þrífst af trú
Guðs þjónum dyggum hjá.
Hún stendur ekki stutta tíð
því stöðugt virk hún er,
Jah gefur boðið: „Gleðjist þið!“
Þá gáfu ræktum hér.
2. Í Jesú nafni Jehóva
sé jafnan þakkað heitt.
Og verum þeirra vottar nú
og vinnum öll sem eitt.
Það verður indæl unaðsstund
er allir Drottin dá,
úr gröfum jafnvel ganga menn
og Guðs veg fara á.
3. Við getum dýpkað gleðina
ef Guði þjónum við.
En gæðum hjartans gætum að
og göfgum fagran sið.
Nú vökul alltaf verum hér
og vöndum Guði hrós.
Og alltaf fylli hugann helst
Guðs helga sannleiks ljós.
4. Þótt staðan virðist stundum þröng
þá stefnu halda þarf
því hlotnast mun þeim gleði Guðs
er gera Drottins starf.
Við þýðumst orðið, þrælar Guðs,
með þakklátt hugargeð
og djúpri gleði Drottni frá
við deilum öðrum með.