Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

Gleði upprisunnar

Gleði upprisunnar

Söngur 102

Gleði upprisunnar

(Opinberunarbókin 20:13)

1. Lasarus var látinn

liggja steingröf í.

Enginn gat því aftrað

eða afstýrt því.

Systur hans því syrgðu

sárt við heljar dyr,

þá að því Krist spurðu:

„Því komst þú ei fyrr?“

Jesús gekk að gröf hans,

grét en mælti’ í trú:

„Látni vinur lifðu,

Lasarus kom þú.“

Lík fékk líf frá svefni,

Lasarus gekk þá,

geislaði af gleði,

góða vini sá.

2. Lærisveinar lausnar,

launa væntu þá,

son Guðs ákaft syrgðu

sem hann dáinn lá.

Hollir sínum herra

hörmuðu af tryggð,

hjarta þeirra’ og hugur

haldin djúpri hryggð.

Guð ei Jesú gleymdi

grafarhelli í.

Því á þriðja degi

þróttinn gaf á ný.

Gleði gagntók trúa,

geig var öllum eytt.

Hafði hlýðnum Jesú

heljarlykla veitt.

3. Adamssynd í Eden

öllum dauða bjó.

„Lífga mun ég látna,“

lofar Kristur þó.

Þeir sem gröfin geymir

geta heyrt hans raust,

eignast lífið aftur

eilíft, kvalalaust.

Þá mun Drottinn dæma’ um

dyggðir sérhvers manns,

fær hann eftir æru

undir ríki hans.

Allir er fá nöfn sín

alvalds lífsbók í

öðlast lífið eilíft

á jörð sem er ný.