Gleðiefni Síonar
Söngur 83
Gleðiefni Síonar
1. Á einum degi alin var
einstök þjóð Guðs hrein.
Þá land var einnig leitt fram
svo laust við harm og mein.
Því samkvæmt sönnu orði þá
Síon fæddi þjóð,
já, syni sem nú segja hér
sannleiksorðin góð.
(Viðlag)
2. Sú fæðing færði gleði
og fögnuð, þjóðin trú.
Að hag Guðsríkis hugar,
Guðs hjarðar gætir nú.
Börn Síonar öll sýna
Guðs sannleiksorði tryggð.
Af krafti’ og dirfsku knúin
nú kenna heimsins byggð.
(Viðlag)
3. En núna hátt frá himni
Guð hrærir höf og jörð
og úrval allra þjóða
fær athvarf í Guðs hjörð.
Þeim sérréttindum sinna
að segja frá hans frægð.
Í lotning Guði lúta
og lifa í hans gnægð.
(VIÐLAG)
Með Síon fagnið frægri himna borg,
brátt farsæl stjórn Guðs eyðir allri sorg.
En synir hennar sýna tryggð á storð
og sjálfir nærast þeir við Drottins borð.