Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Guð elskar glaðan gjafara“

„Guð elskar glaðan gjafara“

Söngur 12

„Guð elskar glaðan gjafara“

(2. Korintubréf 9:7)

1. Þjónum alföður okkar og þess ávallt minnumst hér,

að hann ástríkur, alsæll og örlátur er.

Hann er gjafarinn góði, sjálfur gaf hann einkason

og vill bjarga og búa svo bjarta mönnum von.

2. Þessu fordæmi föður okkar fylgjum einn og hver

þegar gefum af gleði, það gott með sér ber.

Okkar gæði og gjafir Drottni Guði eru frá,

ef við honum allt helgum, við höfum meðbyr þá.

3. Þegar gefum af gleði, föður gleðjum æðstan við,

prýðum kennslu sem kallar fram kærleikans sið.

En þær gjafir sem gleðja koma góðu hjarta frá,

skapa frábæran fögnuð og frómar óskir tjá.

4. Þökkum gleðina Guði, hún er gjöf sem eykur dug.

Eflum kjarkinn og kraftinn sem knýr okkar hug.

Hjörtun ávallt glöð örvi heilagt æðsta hugðarmál,

Guði lútum svo lengi sem lifir okkar sál.