Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Guð skal reynast sannorður“

„Guð skal reynast sannorður“

Söngur 170

„Guð skal reynast sannorður“

(Rómverjabréfið 3:4)

1. Guð Jehóva sannorður er,

hann ei með lygi fer.

Við getum ætíð á hann treyst,

hann afneitar ei sér.

Þótt sérhver væri svikari,

Guð sannur reynast skal.

Þau standa hrein Guðs orðin ein

en ekki stundlegt hjal.

2. Er Drottinn hingað sendi son

um sannleik vitni bar.

Hann sýndi’ að Guð er sannorður

og sönnun um það var.

Í öllu fylgdi orðum Guðs,

hvert ákvæði hélt hann

og gerði rétt, bar góða frétt,

og gnægð af sauðum fann.

3. Þó heimskir Drottins hæði orð

en heiðri fals og prjál

sem Kristur treystum trú á Guð

og talað Drottins mál.

En lögmál hans ei lagar neinn,

það lokaúrskurð ber

svo hlýðið á, sem orð hans þrá,

og auðmýkt sýnið hér.