Guðhræðsla samfara nægjusemi
Söngur 69
Guðhræðsla samfara nægjusemi
1. Úr býtum auðnu berum
ef blessun Guðs upp skerum,
hans góðu náð og gefin ráð
í gæslu Guðs við erum.
Þér gróða guðhræðslan veitir
ef gætir hvernig þú breytir
og sérhvern dag með sannleiks brag
Guð sátt og frið þér heitir.
2. Af Drottins góðu gjöfum
við gleði mikla höfum.
Með sannleik hans til sérhvers manns,
við sinnum Drottins kröfum.
Að hlýða honum við heitum
og hjálpar hans ávallt leitum.
Með glaðan hug og góðan dug
við Guðs ei orði breytum.
3. Og enginn Guði gleymi
í gömlum lastaheimi.
Guð blessar þá sem boð hans þrá
og berjast gegn andstreymi.
Guðs orð að eyra við berum
og óttalaus sífellt verum.
Ef sýnum verk í sannleik sterk
í sannri kristni erum.