Hoppa beint í efnið

Hoppa í efnisyfirlit

„Guðs eilífa fyrirætlun“

„Guðs eilífa fyrirætlun“

Söngur 99

„Guðs eilífa fyrirætlun“

(Efesusbréfið 3:11)

1. Alltaf við áfram sækjum,

allir á réttum stað.

Jehóva stýrir starfinu,

við stöðugt sjáum það.

Tilbeiðslu rétta reisti,

rætast svo orðin sönn.

Sækir hinn mikli múgur fram,

Guðs metur boð og bönn.

2. Alvaldur Guð svo góður

gefur þá von og trú.

Andlegu myrkri eyðir hann,

ljós andlegt sjáum nú.

Fyrir hans verk hér verður

varanleg friðartíð.

Koma mun brátt stjórn Krists á jörð,

þá hverfa burtu stríð.

3. Tilgang sinn tjáir Drottinn,

tengjumst hans vilja gæf.

Lífsveginn göngum ljósi í,

hans leiðsögn fylgjum hæf.

Uppfyllast mun Guðs ætlun,

árangri fullum ná.

Viskuna nota viljum við

nú og vegsemd Guði tjá.